15.08.1959
Sameinað þing: 14. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 577 í B-deild Alþingistíðinda. (338)

Þinglausnir

Forseti (BBen):

Þetta þing hefur staðið skemur, en flest önnur þing, sem háð hafa verið siðustu áratugina, og lagafrumvörp, sem þingið hefur afgreitt, eru einungis þrjú og ein þingsályktun. Engu að siður mun öllum koma saman

um, að þetta þing hafi tekið ákvarðanir, sem muni valda miklu um örlög íslenzku þjóðarinnar i framtiðinni.

Um þá meginákvörðun, sem gerð hefur verið á þinginu, samþykkt breytingar á stjórnarskránni um nýja kjördæmaskipun, er alkunnugt, að mönnum sýnist mjög á tvo vegu. En vist er, að við sameinumst allir í því að vona, að vel reynist: þeir, sem eru á móti, að betur fari en þá uggir og við, sem erum þessu samþykkir, að svo reynist sem við ætlum. Það væri fals af mér, ef ég léti uppi þá ósk, að við ættum allir eftir að hittast hér í þessum þingsal að afloknum kosningum, eins og vitað er, að ekki munu allir óska minnar hingaðkomu aftur. En hvað sem því líður, þá er það af heilum hug mælt, þegar ég þakka þingmönnum fyrir samvistir á þessu þingi og þegar ég árna þeim og þeirra fjölskyldum allra heilla i þeirra lífi. Ég vil þakka starfsmönnum fyrir ágætt verk á þessu þingi, og ég vil óska fósturjörð okkar allra heilla.