15.08.1959
Sameinað þing: 14. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 578 í B-deild Alþingistíðinda. (340)

Þinglausnir

Forseti Íslands (Ásgeir Ásgeirsson):

Á fundi ríkisráðs í dag var gefið út bréf um, að kjördagar við kosningar til Alþingis í haust komanda skuli vera sunnudagurinn 25. og mánudagurinn 26. október.

Þá var gefið út svofellt bréf um þinglausnir:

„Forseti Íslands gerir kunnugt:

Alþingi, 79. löggjafarþing, hefur lokið störfum. Mun ég því slíta Alþingi í dag, laugardaginn 15. ágúst 1959.

Gert í Reykjavík, 15. ágúst 1959.

Ásgeir Ásgeirsson.

Emil Jónsson.

Forsetabréf um þinglausnir.“

Umboð þingmanna falla niður samkvæmt ákvæðum stjórnskipunarlaga, en samkvæmt því bréfi, sem ég hef nú lesið, lýsi ég yfir því að þessu aukaþingi, sem nú hefur lokið störfum, er slitið.

Ég óska þingmönnum velfarnaðar, þjóðinni allra heilla og bið þingmenn að minnast fósturjarðar vorrar, Íslands, með því að risa úr sætum.

Þingheimur stóð upp, og forsætisráðherra, Emil Jónsson, mælti: „Heill forseta vorum og fósturjörð.“ Tók þingheimur undir þau orð með ferföldu húrrahrópi.