07.08.1959
Efri deild: 5. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 280 í B-deild Alþingistíðinda. (46)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (EggÞ):

Í sambandi við þá fsp. síðasta ræðumanns (BSt), er að okkur lýtur, forsetum þingsins, þá vil ég aðeins taka það fram, að það mál, sem hann ræddi hér um, um endurskipulagningu þingsalanna með tilliti til þess, að þingmönnum fjölgaði við hina væntanlegu breytingu stjórnskipunarlaganna, er í athugun og hafa þegar verið gerðir uppdrættir að nokkrum hugmyndum um það, bæði hvað snertir bráðabirgðabreytingu og eins þá, sem varanleg yrði, ef mögulegt yrði að koma henni á, áður en næsta þing kæmi saman. Og ég get upplýst hv. þm. og aðra þdm. um, að ég hef hugmynd um, að það er ráð fyrir því gert, að allir þm. hafi sæti, jafnt kjördæmakjörnir þingmenn sem uppbótarþingmenn.