20.11.1959
Sameinað þing: 1. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (1)

Forseti setur þingið

Þessir þingmenn voru til þings komnir:

1. Alfreð Gíslason, 8. landsk. þm.

2. Alfreð Gíslason, 9. þm. Reykv.

3. Auður Auðuns, 2. þm. Reykv.

4. Ágúst Þorvaldsson, 2. þm. Sunnl.

5. Ásgeir Bjarnason, 1. þm. Vesturl.

6. Birgir Finnsson, 5. þm. Vestf.

7. Birgir Kjaran, 6. landsk. þm.

8. Bjarni Benediktsson, 1. þm. Reykv.

9. Bjartmar Guðmundsson, 10. landsk. þm.

10. Björn Fr. Björnsson, 4. þm. Sunnl.

11. Björn Jónsson, 5. þm. Norðurl. e.

12. Björn Pálsson, 5. þm. Norðurl. v.

13. Eðvarð Sigurðsson, 2. landsk. þm.

14. Eggert G. Þorsteinsson, 10. þm. Reykv.

15. Einar Ingimundarson, 4. þm. Norðurl. v.

16. Einar Olgeirsson, 3. þm. Reykv.

17. Emil Jónsson, 2. þm. Reykn.

18. Eysteinn Jónsson, 1. þm. Austf.

19. Finnbogi R. Valdimarsson, 5. þm. Reykn.

20. Friðjón Skarphéðinsson, 5. landsk. þm.

21. Garðar Halldórsson, 4. þm. Norðurl. e.

22. Geir Gunnarsson, 7. landsk. þm.

23. Gísli Guðmundsson, 3. þm. Norðurl. e.

24. Gísli Jónsson, 1. þm. Vestf.

25. Guðlaugur Gíslason, 3. þm. Sunnl.

26. Guðmundur Í. Guðmundsson, 3. landsk. þm.

27. Gunnar Jóhannsson, 11. landsk. þm.

28. Gunnar Thoroddsen, 6. þm. Reykv.

29. Gylfi Þ. Gíslason, 4. þm. Reykv.

30. Halldór Ásgrímsson, 2. þm. Austf.

31. Halldór E. Sigurðsson, 3. þm. Vesturl.

32. Hannibal Valdimarsson, 4. landsk. þm.

33. Hermann Jónasson, 2. þm. Vestf.

34. Ingólfur Jónsson, 1, þm. Sunnl.

35. Jón Árnason, 4. þm. Vesturl.

36. Jón Skaftason, 4. þm. Reykn.

37. Jón Þorsteinsson, 9. landsk. þm.

38. Jónas Pétursson, 3. þm. Austf.

39. Karl Guðjónsson, 6. þm. Sunnl.

40. Karl Kristjánsson, 1. þm. Norðurl. e.

41. Kjartan J. Jóhannsson, 3. þm. Vestf.

42. Lúðvík Jósefsson, 4. þm. Austf.

43. Magnús Jónsson, 6. þm. Norðurl. e.

44. Matthías A. Mathiesen, 3. þm. Reykn.

45. Ólafur Björnsson, 11. þm. Reykv.

46. Ólafur Jóhannesson, 3. þm. Norðurl. v.

47. Ólafur Thors, 1. þm. Reykn.

48. Páll Þorsteinsson, 5. þm. Austf.

49. Pétur Sigurðsson, 12. þm. Reykv.

50. Ragnhildur Helgadóttir, 8. þm. Reykv.

51. Sigurður Ágústsson, 2. þm. Vesturl.

52. Sigurður Ingimundarson, 1. landsk. þm.

53. Sigurður Ó. Ólafsson, 5. þm. Sunnl.

54. Sigurvin Einarsson, 4. þm. Vestf.

55. Skúli Guðmundsson, 1. þm. Norðurl. v. Framantaldir þingmenn voru allir á fundi. Einnig var á fundinum Davíð Ólafsson, 5. (vara)þm. Reykv.

Ókomnir voru til þings:

1. Benedikt Gröndal, 5. þm. Vesturl.

2. Gunnar Gíslason, 2. þm. Norðurl. v.

3. Jóhann Hafstein, 5, þm. Reykv.

4. Jónas G. Rafnar, 2. þm. Norðurl. e.

5. Þórarinn Þórarinsson, 7. þm. Reykv.

Forseti Íslands setur þingið.

Þá er þingmenn höfðu skipað sér til sætis, kom forseti Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, inn í salinn og gekk til ræðustóls.

Forseti Íslands ( Ásgeir Ásgeirsson ): Hinn 10. nóv. 1959 var gefið út svo hljóðandi forsetabréf:

„Forseti Íslands gerir kunnugt:

Ég hef ákveðið samkv. tillögu forsætisráðherra, að reglulegt Alþingi 1959 skuli koma saman til fundar föstudaginn 20. nóv. 1959.

Um leið og ég birti þetta, er öllum, sem setu eiga á Alþingi, boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur, og verður þá Alþingi sett að lokinni guðsþjónustu í dómkirkjunni, er hefst kl. 13.30.

Gert að Bessastöðum, 10. nóv. 1959.

Ásgeir Ásgeirsson.

Emil Jónsson.”

Samkvæmt því bréfi, sem ég nú hef lesið, lýsi ég yfir því, að Alþingi Íslendinga er sett.

Frá því er Alþingi var stofnað, eru nú liðin 1029 ár. Frá því er Alþingi var endurreist og kom saman að nýju fyrir 114 árum, er þetta 95. samkoma þess, en frá því að Alþingi fékk aftur löggjafarvald fyrir 85 árum, er þetta hið 80. í röðinni, en 62. aðalþing.

Ég býð alla nýkjörna hv. alþm. og nýskipaða hæstv. ríkisstjórn velkomna til þingstarfa. Eins og oft vill verða og ekki sízt nú, þá bíða Alþingis ýmis mikilsverð mál og mjög vandasöm viðfangsefni. Stjórnmálabaráttan er háð á vettvangi líðandi stundar, og margt orkar tvímælis, áður en nokkur reynsla er komin á þær úrlausnir, sem þing og stjórn veitir. Hjá því verður ekki komizt, þó að allir geti tekið undir þá ósk, að deilum sé haldið í þeim skefjum, sem þjóðarheill heimtar. Góður vilji orkar þar miklu um farsælleg málalok, og er það ósk mín og von, að störf þessa þings og stjórnar megi verða til gæfu og gengis fyrir land og lýð.

Þetta hið nýkjörna þing kemur saman á tímamótum. Kjördæmaskipun hefur oft verið breytt og ætíð í þá átt að jafna kosningarrétt, en þó mun sú skipun, sem nú var kosið eftir í fyrsta sinn, einna mest allra kjördæmabreytinga. Þó að atkvæðisréttur sé jafnaður, þá er ætíð um fleiri en eina leið að ræða til að ná því marki. En ekki kæmi það á óvart, að hin nýju, stóru kjördæmi yrðu með tímanum stofninn í nýjum héruðum, félagsheildum, sem ætlað væri víðtækara samstarf en það eitt að kjósa saman til Alþingis.

Sú þingmannafjölgun, sem nú er orðin, minnir á viðfangsefni, sem lengi hefur verið óleyst, en það eru starfsskilyrði einstakra þingmanna, þingflokka og Alþingis í heild. Þó að þingmenn séu nú 60 að tölu, þá er hlutfallsleg fjölgun þjóðarinnar síðan Alþingi var endurreist enn meiri. Vort gamla og virðulega alþingishús er nú hátt á áttræðisaldri, og það er vafasamur sparnaður, þó að við sjálft sig sé, að fresta öllu lengur þeim umbótum á starfsskilyrðum Alþingis og aðbúð utanbæjarþingmanna, sem full þörf hefur lengi verið á, svo að fulltrúar þjóðarinnar njóti sín til fulls og þjóðin þeirra.

Að svo mæltu bið ég alþingismenn að minnast ættjarðarinnar með því að rísa úr sætum.

[Þingmenn risu úr sætum og forsætisráð herra, Ólafur Thors, mælti: „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi.“ Tók þingheimur undir með ferföldu húrrahrópi.]

Það vill nú svo til, að setning Alþingis og skipun ríkisstjórnar ber upp á sama dag. Það er ekki í mínum verkahring, heldur hins nýskipaða forsætisráðherra, að gera Alþingi grein fyrir ráðherravali, verkaskipting og stjórnarstefnu, — og bið ég aldursforseta, sem er Gísli Jónsson, 1. þm. Vestf., að ganga til forsetastóls og stjórna fundum, þar til kosning forseta sameinaðs þings hefur farið fram.

Aldursforseti gekk því næst til forsetastóls og tók við fundarstjórn.