24.05.1960
Neðri deild: 87. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 2941 í B-deild Alþingistíðinda. (1113)

162. mál, verðlagsmál

Þórarinn Þórarinsson:

Herra forseti. Ég hafði hugsað mér að gera hér fsp. til hæstv. viðskmrh. vegna ákvæða í þessu frv., og svo ákvæða, sem eru í lögum þeim um efnahagsmál, sem voru sett á í febrúarmánuði s.l. En ég sé, að hæstv. viðskmrh. er hér ekki staddur, og vildi þess vegna beina því til hæstv. forseta, hvort það væri ekki hægt að fá málinu frestað þangað til ráðherrann væri viðstaddur.

Umr. frestað um stund, en var fram haldið síðar á fundinum.