30.05.1960
Efri deild: 87. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 2945 í B-deild Alþingistíðinda. (1120)

162. mál, verðlagsmál

Björn Jónsson:

Herra forseti. Eins og sjá má hér á þskj., átti ég nokkra aðild að nál. meiri hl. fjhn, um verðlagsmál, þ.e.a.s. áður en það tók mjög stórvægilegri breyt., sem meiri hl. n. hefur nú samþ. að flytja. Þessi breyt. er það stórvægileg, að hún mun leiða til þess að mínum dómi, að ég sé mér ekki fært að eiga neina aðild að þessu nál. og vildi þess vegna fara þess á leit, að málinu yrði frestað nú, þannig að mér gæfist tækifæri til að skila séráliti.