02.06.1960
Efri deild: 91. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3000 í B-deild Alþingistíðinda. (1169)

175. mál, Háskóli Íslands

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Mig langar aðeins til að þakka hv. menntmn. fyrir skjóta og góða afgreiðslu hennar á þessu frv. og láta í ljós sérstaka ánægju mína yfir því, að hún skuli hafa orðið sammála um að mæla með því, og um þá till. til breyt. á frv., sem hún hefur flutt einnig einróma og hefur fullan stuðning ríkisstj.

Þá langar mig og til þess að mæla með brtt. þeirri. sem hv. 9. þm. Reykv. (AGI) hefur flutt skriflega. Ég tel hana vera til bóta, þá orðalagsbreytingu. Ég hef rætt efni hennar við forseta læknadeildar háskólans, sem einnig telur þá orðalagsbreyt., sem hv. þm. leggur til, vera til bóta.