02.06.1960
Neðri deild: 95. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3002 í B-deild Alþingistíðinda. (1178)

175. mál, Háskóli Íslands

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég tel það alveg óverjandi framkomu hjá ríkisstj. að fleygja slíku máli sem þessu inn í þingið á allra síðustu dögum þess og vera að velkja því hér milli deilda og smábæta inn í það ákvæðum um ný embætti í háskólanum, þannig að menn hafi enga möguleika til að kynna sér raunverulega, hvað hér er á ferð. Ég mótmæli þessum vinnubrögðum og segi nei.