02.06.1960
Neðri deild: 95. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3002 í B-deild Alþingistíðinda. (1180)

175. mál, Háskóli Íslands

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Eftir að hv. Ed. samþykkti breyt. við þetta frv. og það kom aftur til þessarar hv. d., sendi forseti d. málið til menntmn. og óskaði eftir því, að hún tæki það fyrir. Menntmn. hefur haldið fund og rætt málið. Fram hefur komið í sambandi við þá breyt., sem Ed. gerði á frv., umsögn frá háskólaráði um þetta frv., og mun ég nú lesa þessa umsögn háskólaráðs:

Menntmn. Nd. Alþingis hefur með bréfi, dags. 30. maí, sent háskólaráði til umsagnar frv. til laga um breyt. á l. nr. 60 1957, um Háskóla Íslands. Háskólaráð hélt fund um málið næsta dag, 31. maí, og gerði um það svofellda ályktun:

Menntmn. Nd. Alþingis sendi með bréfi 30. þ. m. til umsagnar frv. til l. um breyt. á l. nr. 60 1957, um Háskóla Íslands, en þar er lagt til að bæta við tveim prófessorum í læknadeild og einum í verkfræðideild. Háskólaráð samþykkti að mæla með frv. þessu með skírskotun til bókana læknadeildar og verkfræðideildar. Enn fremur samþykkti háskólaráð samkv. till. laga- og viðskiptadeildar, að tekið verði upp í frv. þetta ákvæði um stofnun prófessorsembættis í viðskiptafræðum, sbr. fundargerð d. í dag.

Bókun verkfræðideildar, sem til er vitnað í samþykkt háskólaráðs, var gerð á fundi d. 30. maí, eftir að borizt hafði bréf menntmn., og er hún svo hljóðandi:

„Frv. þetta var lagt fram á Alþ. hinn 27. f.m., og hafði deildarforseti áður skýrt menntmrh. frá umr. um málið á fundum deildarinnar hinn 25. og 26. þ.m. Deildin hefði kosið að hafa rýmri tíma til að skila áliti um málið, en vill nú taka fram eftirfarandi atriði:

Deildin telur, að það geti verið eðlileg þróun mála, að henni sé falið að vera ríkisstj. til ráðuneytis í kjarnfræðimálum, og telur, að með þeirri aukningu á starfsliði deildarinnar, sem frv. gerir ráð fyrir, ætti hún að geta annað þessu verkefni, enda hafi hún til þess nauðsynlega skrifstofuaðstoð. Hins vegar er ljóst, að hin öra þróun á þessu sviði getur krafizt nýrra starfskrafta og breyttrar verkaskiptingar, er tímar liða. Má því telja eðlilegt, að d. skipi þessum málum í samráði við ríkisstj., eins og bezt hentar á hverjum tíma.“

Læknadeild gerði á fundi 29. ágúst 1958 svo hljóðandi ályktun varðandi stofnun prófessorsembættis í geðsjúkdómum:

„Deildin telur mikla nauðsyn á kennarastóli í geðsjúkdómum, telur að vísu æskilegt, að fyrst hafi verið stofnað prófessorsembætti í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. En með tilliti til þess, að nú stendur fyrir dyrum að skipa í yfirlæknisstöðu Kleppsspítalans, þykir rétt nú þegar að fara þess á leit, að stofnað verði prófessorsembætti í geðsjúkdómum, enda verði frestað að skipa yfirlækni á Kleppi, þar til ákveðið hefur verið um þessa málaleitun.“

Ályktun hefur eigi verið gerð síðar um málið, en deildarforseti lýsti því yfir á háskólaráðsfundi, að deildin væri einhuga um að mæla með stofnun þessa embættis.

Varðandi stofnun prófessorsembættis í efnafræði hefur ekki verið gerð sérstök ályktun af læknadeild eða í háskólaráði, en forseti læknadeildar lýsti því, að deildin væri sammála um nauðsyn þess og mælti með því, og hefur rektor skrifað menntmrh. bréf um það efni.

Samþykkt laga- og viðskiptadeildar, sem til er vitnað í ályktun háskólaráðs, var gerð á fundi d. 31. maí og er svo hljóðandi:

„Deildarforseti skýrði frá því, að flutt hefði verið á Alþ. frv. til l. um breyt. á háskólalögum, en samkv. því frv. er gert ráð fyrir stofnun tveggja prófessorsembætta í læknisfræði og eins í verkfræði. Í tilefni af þessu samþykkir deildin með skírskotun til fyrri samþykkta og umræðna, svo og til ákvæðisins í 9. gr. háskólal., að fara þess á leit, að tekið verði upp í áðurgreint frv. ákvæði um stofnun prófessorsembættis í viðskiptafræðum.“

Er menntmn. Nd. Alþ. óskaði eftir umsögn háskólaráðs, hafði hún þegar gefið út nál., og er nú kunnugt, að málið hefur verið afgreitt í Nd. og er komið til Ed. Háskólaráð leyfir sér því að senda umsögn þessa til menntmn. Ed. Alþ.

Virðingarfyllst.

Ólafur Jóhannesson,

varaforseti háskólaráðs.“

Í 9. gr. l. um Háskóla Íslands, sem nefnd er

í þessari umsögn, segir m.a. svo: „Viðskiptadeild skal vera sjálfstæð deild, þegar þrjú föst kennaraembætti hafa verið stofnuð í viðskiptafræðum.“

Menntmn. hélt fund um þetta mál nú fyrr í kvöld og skilar því skrifl. nál. En það hljóðar efnislega svo:

„Forseti Nd. hefur vísað málinu til n., eins og það var afgreitt frá Ed. N. hefur komið saman og rætt þá breyt., sem Ed. gerði á frv. N. er sammála um að mæla með samþykkt frv. í núverandi mynd. Björn Fr. Björnsson og Geir Gunnarsson áskilja sér rétt til að fylgja frekari brtt., ef fram kynnu að koma.

Alþingi, 2. júní 1960.“

Undirskriftir allra nefndarmanna.

Menntmn. mælir því með því, að þetta frv. verði samþ., eins og það kemur frá efri deild.