08.02.1960
Neðri deild: 25. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3065 í B-deild Alþingistíðinda. (1245)

26. mál, útsvör

Jón Pálmason:

Herra forseti. Eins og hv. þm. geta séð á þessu frv., sem fyrir liggur á þskj. 33, er með því ætlazt til, að það sé rýmkað nokkuð um með útsvarsálagningu á atvinnurekstur við síldveiðar á þeim stöðum, þar sem atvinnurekendur stunda þá veiði. Það hefur komið í ljós á ýmsum þessum stöðum, svo sem á Siglufirði, Skagaströnd, Raufarhöfn og fleiri stöðum, að það þykir vera allt of þröngt um heimildir til þess að leggja útsvar á að komumenn, sem þarna stunda atvinnurekstur á tímabili. Þess vegna er þetta frv. flutt. Ég vænti þess, og það gera vafalaust allir hv. flm. og aðrir, sem eiga þar hlut að máli, að hv. Alþ. fallist á að greiða þarna úr. Að þessari umr. lokinni legg ég til, að þessu frv. verði vísað til hv. sjútvn.