22.04.1960
Neðri deild: 69. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3103 í B-deild Alþingistíðinda. (1365)

110. mál, verslunarstaður við Arnarnesvog

Flm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Ég hef leyft mér á þskj. 266 að flytja frv. til l. um löggildingu á verzlunarstað við Arnarnesvog í Garðahreppi í Gullbringusýslu. Frv. þetta er flutt að beiðni hreppsnefndar Garðahrepps, eins og fskj. með frv. sýnir. Það er nánast um það, að við Arnarnesvog í Garðahreppi, þar sem er Silfurtún og nágrenni, verði löggiltur verzlunarstaður. Þetta er orðið töluvert mikið þéttbýli og verzlun þegar hafin þarna að einhverju leyti, og þar af leiðandi hefur hreppsnefndin farið fram á þetta. Ég tel ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta meira, en ég vil óska eftir, að málinu verði vísað til hv. allshn. og 2. umr. að lokinni þessari umr.