30.05.1960
Neðri deild: 91. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3188 í B-deild Alþingistíðinda. (1543)

121. mál, vitabyggingar

Frsm. (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Sjútvn. hefur haft mál þetta til athugunar og sent vitamálastjóra það til umsagnar. Hann mælir með samþykkt þess, með þeirri breyt. þó, að orðið „hljóðviti“ falli niður úr frv., og rökstyður það með því, að hljóðviti á þessum stað verði mjög dýr í rekstri, og eins því, að það yrði mjög hæpið, að hægt yrði að þjónusta hann af sjó. Ef hljóðviti yrði þarna, þá verður hann mjög dýr í rekstri, auk þess sem útbúnaður allur er mjög dýr í innkaupi. Þarna þyrftu að vera sjálfvirk stjórntæki, sem séu fyrst nú á seinni tímum að koma fram og ekki komin fullkomin reynsla á þau tæki enn.

Sjútvn. mælir með því, að frv. verði samþ. með þessari breyt., eins og fram kemur á þskj. 562.