31.05.1960
Sameinað þing: 56. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3357 í B-deild Alþingistíðinda. (1629)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (SÁ):

Framhaldi almennra stjórnmálaútvarpsumræðna, sem fara fram hér í kvöld, verður hagað þannig, að hver þingflokkur hefur 55 mínútur til umráða, sem skiptast í þrjár umferðir, þannig: í fyrstu umferð fær þingflokkur 20–25 mín., í annarri umferð 1520 mín. og í þriðju umferð 15 mín. Ef þingflokkur notar aðeins 20 mín. í fyrstu umferð, fær hann 20 mín. í annarri umferð. Ef þingflokkur hins vegar notar 25 mín. í fyrstu umferð, fær hann 15 mín. í annarri umferð.

Röð þingflokkanna í umræðunum er þessi: Fyrstur er Framsfl. og tala af hans hálfu hv. 5. þm. Austf., Páll Þorsteinsson, hv. 4. þm. Norðurl. e., Ingvar Gíslason, hv. 1. þm. Norðurl. e., Karl Kristjánsson, og hv. 1. þm. Austf., Eysteinn Jónsson. Annar í röðinni er Alþfl., og tala af hans hálfu hv. 9. landsk. þm., Jón Þorsteinsson, hæstv. utanrrh., Guðmundur Í. Guðmundsson, og hæstv. sjútvmrh., Emil Jónsson. Þriðji í röðinni er Sjálfstfl., og tala af hans hálfu hæstv. landbrh., Ingólfur Jónsson, hv. 10. landsk. þm., Bjartmar Guðmundsson, hæstv. dómsmrh., Bjarni Benediktsson, og hv. 5. þm. Reykv., Jóhann Hafstein. Fjórði og síðasti í röðinni er Alþb., og tala af þess hálfu hv. 9. þm. Reykv., Alfreð Gíslason, hv. 4. þm. Austf., Ásmundur Sigurðsson, og hv. 3. þm. Reykv., Einar Olgeirsson.

Þá hefst fyrsta umferð með því, að hv. 5. þm. Austf., Páll Þorsteinsson, tekur til máls og hefur 20–25 mín. ræðutíma til umráða og talar af hálfu Framsfl.