27.11.1959
Neðri deild: 4. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3433 í B-deild Alþingistíðinda. (1644)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Í haust, ég man ekki hvaða dag, voru gefin út brbl. um breyt. á lögum um framleiðsluráð landbúnaðarins o.fl., þ.e.a.s. brbl. um verðlagningu landbúnaðarafurða. Nú stendur í stjórnarskrá landsins, að brbl. skuli leggja fyrir næsta Alþingi, og venjan hefur verið sú, ég hygg alveg ófrávíkjanleg, að brbl. hafa verið lögð fyrir Alþingi, strax og það hefur komið saman, alveg á fyrstu fundunum. Ég hef verið að búast við því hvern dag þessa viku, að þessi brbl. yrðu lögð fyrir, eins og venja hefur verið um slíka löggjöf. En það hefur ekki verið gert enn þá, og vil ég spyrjast fyrir um það hjá hæstv. landbrh„ hvort þess sé ekki að vænta, að þessi brbl. verði lögð nú strax fyrir hv. Alþingi.