28.11.1959
Efri deild: 4. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3437 í B-deild Alþingistíðinda. (1652)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ég mun nú ekki hafa látið orð falla á þá leið, að það væri ekkert samband á milli þingfrestunar og þessara frv. Ég lét orð falla á þá leið, að það væri ekki slíkt samband þar á milli, að nauðsynlegt væri að tengja þau saman, vegna þess að ég benti á, að öll þessi frumvörp fimm þarf að samþykkja, hvort sem verður af þingfrestun eða ekki. Jafnvel þótt þingið héldi áfram störfum alveg fram til jóla, er útilokað, að efnahagsráðstafanir og fjárlög verði afgr. fyrir nýár, og þess vegna eru öll þessi frumvörp nauðsynleg, hvort sem af þingfrestun verður eða ekki. Þessu hefur ekki verið haggað.

Hv. þm. bar nú fram nýja fsp., og hún er sú, hvort þingi mundi verða frestað, áður en 1. umr. fjárlaga fari fram, og ég get alveg svarað því hiklaust, að það hefur verið gert ráð fyrir því, að 1. umr. fjárlaga færi ekki fram fyrir þingfrestun.