28.11.1959
Efri deild: 4. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3444 í B-deild Alþingistíðinda. (1660)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Það sætir nokkurri furðu að fara að gera hér utan dagskrár sérstakar fyrirspurnir út af verði landbúnaðarafurða og greiðslum til bænda. Það mál er ekki hér á dagskrá. Ef hv. þm. óskar að fá upplýsingar um slíkt mál, áður en þingi er frestað, er honum í lófa lagið að spyrjast fyrir um það í Sþ., þegar frestunartill. kemur til umr. Að öðru leyti vísa ég til þess, sem hæstv. landbrh. sagði hér áðan.