28.11.1959
Efri deild: 4. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3446 í B-deild Alþingistíðinda. (1664)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Hæstv. fjmrh. sagði, að mér væri í lófa lagið að leggja fram fsp. í sameinuðu Alþingi um þau mál, sem ég var að gera fyrirspurnir um áðan. Það er alveg satt, að ef hæstv. ríkisstj. gætti þess og kynni að meta þingræði, þá væri slíkt hægt. En undir þeim kringumstæðum, þar sem að völdum situr ríkisstj., sem vanmetur þingræði í landinu, þá er slíkt ekki hægt, og þess vegna óska ég eftir því, að hæstv. ráðh. svari þessum fsp. nú. Hann ætti sjálfur að vita, hvað gildir í þessum efnum, þar sem hann hefur verið prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands í mörg ár. Ég óska eftir því, að hann svari þessu.