30.11.1959
Sameinað þing: 4. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3504 í B-deild Alþingistíðinda. (1685)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Þórarinn Þórarinsson:

Hæstv. forseti. Mér virtust svör hæstv. forseta vera á þá leið, að það sé hæpið, hvort umrædd till. um fjáröflun til byggingarsjóða verði tekin til meðferðar eða afgreiðslu, áður en þingi verði frestað. Af þeim sökum vil ég beina þeirri fsp. til hæstv. félmrh., hvort ríkisstj. hafi í undirbúningi einhverjar sérstakar ráðstafanir um fjáröflun til byggingarsjóðs ríkisins og hvort vænta megi einhverra framkvæmda á því sviði nú hið allra fyrsta og þá helzt fyrir áramót, — hvort í ráði sé t.d. að afla fjár handa byggingarsjóðnum, þannig að verulegt fjármagn geti komið til úthlutunar fyrir næstu áramót, og hvort ríkisstj. hafi í undirbúningi einhverjar frekari aðgerðir í því sambandi.

Ég tel æskilegt, ef svo fer, eins og nú virðist horfa, að sú tillaga, sem ég minntist á áðan, komi ekki til afgreiðslu hér fyrir þingfrestunina, að þingið fái þá upplýsingar frá ríkisstj. um þessi efni, og þess vegna vænti ég þess, að félmrh. verði við því að svara þeim fsp„ sem ég hef nú beint til hans.