11.02.1960
Neðri deild: 26. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3558 í B-deild Alþingistíðinda. (1735)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Forseti (JóhH):

Samkv. þingsköpunum eru í 31. gr. ákvæði um það, að þm. geti beint fsp. til ríkisstj., og á hvern hátt það skuli gert, þ.e. á formlegan hátt, og hafa allir þm. aðgang að því. Það styðst hins vegar við langa venju að gera fsp., venjulega þá stuttar og án mikilla umr., utan dagskrár, eins og hér hafa verið gerðar. Forseti vill hins vegar ekki efna til óformlegra umr. um þetta mál, þannig, að þm. tali hér endalaust. Nú hefur hv. 1. þm. Austf. kvatt sér hljóðs í fjórða sinn (EystJ: Ég þarf að bera af mér sakir í eina mínútu.) Þegar það er upplýst, mun ég gefa hv. 1. þm. Austf. orðið til þess að bera af sér sakir.