02.06.1960
Neðri deild: 93. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3607 í B-deild Alþingistíðinda. (1773)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Í fjárlögum fyrir árið 1959 er heimild fyrir hæstv. ríkisstj. til að taka erlent lán allt að 6 millj. dollara, og af þeirri fjárhæð skulu þar taldar fjárhæðir endurlánaðar svo sem þar segir. Síðan er nánar skilgreint í fjárl. fyrir 1959, og þar eru ákvarðanir um að verja 98 millj. kr. af þessu léni. Nú var upplýst hér á dögunum, þegar svarað var fsp., að óráðstafað muni vera um 115 millj. af þessu lánsfé. Vil ég því spyrjast fyrir um það hjá hæstv. stjórn, af því að nú líður mjög að þinglokum, hvort hún ætlar ekki að leggja fyrir hv. Alþ. till. um, hvernig þessu fé skuli ráðstafað. Ég sé ekki betur en verði þetta ekki gert, skorti alveg heimild til þess að ákvarða, í hvað þetta fé skuli fara. En á hinn bóginn er nauðsynlegt að komast að niðurstöðu um það. Ég vil sem sagt spyrja hæstv. ríkisstj., hvort ekki sé von á till. frá henni um það efni.