03.03.1960
Neðri deild: 41. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3625 í B-deild Alþingistíðinda. (1786)

Veiðafæratjón vélbáta af völdum togara

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka þau svör, sem hæstv. dómsmrh. gaf hér áðan í sambandi við það, hvernig að þessu máli yrði staðið viðvíkjandi þeim í Ólafsvík, og ég treysti hæstv. ríkisstj. til þess að greiða svo fljótlega úr því máli þeirra, að það þurfi ekki að valda þeim meira tjóni en þegar er orðið.

En í sambandi við atburðinn í heild vil ég bara minna á það, sem ég hafði hér áðan eftir hæstv. forsrh., að ég treysti því, að þó að við deilum um innanlandsmál, þá kunni sú ríkisstj., sem hann veitir forstöðu, að fara svo með mál okkar út á við, að vel sé fyrir því séð, og minna þá aðila á það, sem eru í fóstbræðralagi við okkur, að þeir eiga skyldur við okkur upp að inna, en ekki sýna okkur yfirtroðslu eina.