28.01.1960
Sameinað þing: 9. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3642 í B-deild Alþingistíðinda. (1809)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur yfirfarið kjörgögn þau, sem fyrir lágu úr Norðurlandskjördæmi vestra í sambandi við það bréf, sem borizt hefur frá forseta Nd. um, að Jón Pálmason bóndi á Akri, sem 1. varamaður Sjálfstfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, taki sæti Einars Ingimundarsonar í forföllum hans. Kjörbréfanefnd samþykkti einróma að mæla með samþykkt kjörbréfsins.