15.03.1960
Sameinað þing: 23. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3645 í B-deild Alþingistíðinda. (1823)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Forseti (FS):

Frá forseta Nd. hefur svo hljóðandi bréf borizt:

„Reykjavík, 14. marz 1960. — Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Emil Jónssyni alþingismanni:

„Þar sem Guðmundur Í. Guðmundsson utanríkisráðherra mun næstu vikur sem formaður íslenzku sendinefndarinnar sitja ráðstefnu í Genf um réttarreglur á hafinu, leyfi ég mér hér með samkvæmt beiðni hans og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að fara þess á leit, að varamaður hans, Unnar Stefánsson viðskiptafræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Jóhann Hafstein, forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Með bréfi þessu fylgir kjörbréf til handa varaþingmanni Unnari Stefánssyni, gefið út af landskjörstjórn 9. nóv. 1959.

Þá hefur sömuleiðis borizt hér bréf frá forseta Ed. á þessa leið:

„Reykjavík, 14. marz 1960. — Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Hermanni Jónassyni, 2. þm. Vestf.:

„Þar sem ég er á förum til útlanda og mun næstu vikur sitja ráðstefnu í Genf um réttarreglur á hafinu, leyfi ég mér hér með með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að fara þess á leit, að varamaður minn,

Bjarni Guðbjörnsson bankastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sigurður Ó. Ólafsson, forseti efri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Með þessu bréfi fylgir kjörbréf til handa varaþingmanni Bjarna Guðbjörnssyni, gefið út af yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördæmis.

Gert verður hlé á fundinum í nokkrar mínútur, allt að 10–15 mínútur, meðan kjörbréfanefnd rannsakar þessi kjörbréf. — [Fundarhlé.]