02.05.1960
Sameinað þing: 45. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3652 í B-deild Alþingistíðinda. (1851)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Alfreð Gíslason bæjarfógeti):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur á fundi sínum athugað kjörbréf 3. varaþingmanns Sjálfstfl. í Reykjavík, en þess hefur verið óskað af hv. 2. þm. Reykv., frú Auði Auðuns, að hann taki sæti hennar á þingi vegna brottfarar hennar af landi. Fyrir nefndinni lá bréf frá 1. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavík, Davíð Ólafssyni, þar sem hann einnig tilkynnti, að hann yrði fjarverandi næstu 5–6 vikur og gæti þess vegna ekki tekið við störfum varaþingmanns á Alþingi.

Kjörbréfanefndin hefur ekkert fundið athugavert við kjörbréf 3. varaþingmanns Sjálfstfl., Jóhanns Sigurðssonar, og leggur eindregið til, að kosning hans verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.