31.05.1960
Neðri deild: 92. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3654 í B-deild Alþingistíðinda. (1858)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

forseti (JóhH):

Mér hefur borizt eftirfarandi bréf:

„Þar sem ég er á förum til útlanda og verð fjarverandi um tveggja vikna skeið, leyfi ég mér hér með með skírskotun til 138. gr. kosningalaga að fara þess á leit, að varamaður minn, Páll Kristjánsson, Húsavík, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Hannibal Valdimarsson.

Til forseta neðri deildar Alþingis.“

Kjörbréf þessa hv. þm. hefur áður verið rannsakað, og tekur hann samkvæmt þessu sæti á Alþingi.