29.01.1960
Efri deild: 17. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 373 í B-deild Alþingistíðinda. (189)

43. mál, tollafgreiðslustöðvun

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Hæstv. ríkisstj. hefur rætt það við stjórnarandstöðuna, að hún vildi fá heimild til þess að stöðva tollafgreiðslur, á meðan efnahagsmálaráðstafanir væru til meðferðar í þinginu, samkv. venju, sem um þetta hefur verið viðhöfð undanfarið, og hefur stjórnarandstaðan fallizt á að setja ekki fótinn fyrir, að hæstv. ríkisstj. geti fengið slíka heimild, og mun því ekki á neinn hátt leggja stein í götu þess.