07.12.1959
Sameinað þing: 8. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3668 í B-deild Alþingistíðinda. (1947)

Þingfrestun og setning þings að nýju

forseti (FS):

Þetta verður væntanlega síðasti fundur Alþingis á þessu ári, þar sem hæstv. forsrh. mun nú senn lesa forsetabréf um frestun funda Alþingis fram yfir áramót. Ég vil því nota þetta tækifæri til þess að þakka hv. þm. samstarfið þann stutta tíma, sem af er þessu þingi. Ég óska þeim og fjölskyldum þeirra svo og skrifstofustjóra Alþingis og starfsfólki þingsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Utanbæjarmönnum óska ég fararheilla heim og góðrar heimkomu. Ég vona, að við megum hittast heilir hér aftur, er Alþingi kemur saman að nýju á næsta ári.