03.06.1960
Efri deild: 94. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3671 í B-deild Alþingistíðinda. (1963)

Starfslok deilda

forseti (SÓÓ):

Þar sem þetta er síðasti fundur þessa þings í hv. efri deild Alþingis, vil ég nota tækifærið og þakka hv. þdm. ágæta samvinnu á þessu þingi, sem nú er að ljúka. Ég vil þakka hv. varaforsetum deildarinnar fyrir mér veitta aðstoð við forsetastörfin og skrifurum deildarinnar fyrir sérstaka skyldurækni í starfi og öðrum hv. þdm. fyrir ágæta samvinnu í deildinni. Þá vil ég þakka skrifstofustjóra Alþingis, fulltrúum hans og öllu öðru starfsliði Alþingis fyrir vel unnin störf og góða samvinnu. Ykkur öllum, hv. þingdeildarmenn, og fjölskyldum ykkar óska ég góðs gengis, og ykkur, sem nú hverfið heim, sumir um langan veg, óska ég góðrar ferðar og ánægjulegrar heimkomu. Megum við svo öll hittast heil, þegar þing kemur saman til starfa að nýju.