03.06.1960
Efri deild: 94. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3672 í B-deild Alþingistíðinda. (1964)

Starfslok deilda

Karl Kristjánsson:

Herra forseti. Ég finn hvöt hjá mér sem elzti maður í þessari hv. d. og ekki í sama flokki og hæstv. forseti að kveðja mér hljóðs á þessari kveðjustund og þakka hæstv. forseta fyrir hönd deildarmanna fyrir hans hlýju orð og árnaðaróskir til okkar. Ég vil þakka honum líka fyrir hönd d. fyrir góða stjórn í d., réttláta og snurðulausa, og ég vil árna honum góðrar heimferðar og honum sjálfum og fólki hans gleði og hamingju á þessu sumri og lýsa yfir þeirri ósk, að hann megi koma heill í okkar hóp, þegar þing verður aftur kvatt saman. Ég bið hv. þingfulltrúa efri deildar að taka undir þessi orð mín með því að rísa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]