03.06.1960
Sameinað þing: 59. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3675 í B-deild Alþingistíðinda. (1970)

Þinglausnir

Eysteinn Jónsson:

Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. forseta fyrir árnaðaróskir hans til okkar alþingismanna. Ég þakka honum fyrir samstarfið þann tíma, sem hann hefur stýrt fundum Alþingis, og forsetum sameinaðs þings öllum fyrir samstarfið á þessu þingi um þinghaldið sjálft, og ég veit, að ég mæli þetta fyrir munn okkar allra.

Ég óska hæstv. forseta allra heilla og fjölskyldu hans og vona, að við eigum eftir að hitta hann og aðra forseta sameinaðs þings heila á húfi næsta haust, þegar tekið verður til starfa að nýju. Ég vil biðja hv. þm. að taka undir þessar óskir til hæstv. forseta með því að rísa úr sæti. — [Þingmenn risu úr sætum.]