05.02.1960
Neðri deild: 23. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 489 í B-deild Alþingistíðinda. (1987)

48. mál, efnahagsmál

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Mér þætti vænt um, ef hæstv. forsrh. væri við. (Gripið fram í: Hann er nú hérna.) Jæja, það er gott, að hann heyrir til mín, og vona ég, að hann heyri til mín. Ég sá hann ekki, en saknaði hans.

Það var rétt áður en hæstv. núv. ríkisstj. tók við, að hæstv. viðskmrh. lagði leið sína suður á Keflavíkurflugvöll, og Morgunblaðið birti af honum mjög fallega mynd, þar sem hann er að heilsa upp á Mikojan, rússneska varaforsrh., og hæstv. viðskmrh. er mjög stoltur í viðtalinu. Frásögn Morgunblaðsins hljóðar svo:

„Þá skýrði Gylfi Þ. Gíslason Mikojan frá því, að lífskjör á Íslandi væru með því bezta, sem gerðist í Evrópu.“

Ég býst við, að hæstv. viðskmrh. hafi verið dálítið stoltur, þegar hann sagði þetta. Mikojan fór hér um í gær, eftir því sem Morgunblaðið segir mér í morgun. Hæstv. viðskmrh. fór ekki suður eftir. En skyldi hann nú hitta Mikojan einhvern tíma aftur, og komi hann þessu frv. í gegn, ætli hann mundi þá þora að segja við hann: Nú tókst mér að koma lífskjörum Íslendinga niður á eitt það lægsta, sem er í Evrópu, — OEEC og International Bank hjálpuðu mér til þess.

Það er það, sem er að gerast hér í dag. Við höfum margir verið stoltir af því, að Íslendingar hafi búið við góð lífskjör. Meira að segja þessi hæstv. ráðh. hefur líka fundið til þess. En það er bezt fyrir þá menn, sem nú leggja hönd að verkinu, sem hér er að gerast, að þeir geri sér ljóst, hvernig afleiðingarnar verða af þeirra verkum, ef þeir ráða nokkuð við þær afleiðingar.

Hér er nú framin sú ósvífnasta árás á lífskjör og samningsrétt íslenskrar alþýðu, sem nokkurn tíma hefur verið gerð í einu vetfangi. Árásin á samningsréttinn var að vísu verri, þegar gerðardómurinn var settur, og það er rétt fyrir þessa hæstv. ríkisstj. að fara að rifja upp, hvernig gerðardómnum var hrundið og að það þýðir lítið að setja í lög það, sem allur almenningur veit að er á móti hans frelsi og móti hans mannréttindum. Það verður brotið. Þessi árás, sem hér er gerð, er aftur á móti harðvítugasta árásin, sem gerð er á hvort tveggja í senn: samningsrétt og samningsfrelsi og lífskjör. Það er lagt til með lögum að afnema vísitöluna, — vísitöluna, sem annars er í flestöllum okkar nágrannalöndum — vísitöluna, sem er réttindi, sem verkalýðssamtökin á öllum Norðurlöndum hafa, — vísitöluna, sem er réttindi, sem verkalýðurinn á Íslandi er búinn að hafa í 18 ár og hann vann sér, eftir að brjóta á bak aftur kúgunarlög, sem vitlaus stjórn setti. Og það er gott fyrir þá, sem ætla að standa að þessum kúgunarlögum nú, að fara að rifja upp, hvað gerðist þá. Það eru því miður ekki svo margir enn þá, sem sitja á þingi, af þeim, sem þá voru, að þeim yngri er bezt að fara að kynna sér, hvað gerðist.

Nú á að svipta verkamenn samningsrétti, þeim eina samningsrétti, sem hefur tryggt þá á móti gerræði valdhafanna, á móti því gerræði að leiða verðbólgu og dýrtíð yfir alþýðuna í landinu, en því hafa valdhafarnir ráðið og ráðið allan tímann. Þessi vísitala hefur verið eina vörn hins snauða manns á móti þessu svínaríi. Nú á að afnema þetta. Það á að standa fast, sem er í samningum, ef það eru bankar og aðrir slíkir, sem gera það. En ef það eru fátækir verkamenn, sem gera það í sjálfsvörn, þá á að nema það úr lögum. Þetta er það, sem kallað er kúgun, — kúgun, sem þessir aumingjar þora ekki að beita við peningavaldið, af því að þeir eru að þjóna því, en halda, að það sé óhætt fyrir sig að beita við verkalýðinn í landinu. Þeir eiga bara eftir að komast að raun um annað, þegar þeir fara að finna fyrir því. Með þessu á að framkvæma þá árás á lífskjör, sem setur íslenzku þjóðina niður á nýlendustig, hrindir henni úr þeim sess, sem hún hefur skipað, þar sem hún hefur verið með fremstu þjóðum heims í tæp 20 ár. Og hvernig á að hrinda henni svona niður? Það á að gerast með þrennu móti. Í fyrsta lagi með því, að það kaup, sem hefur verið sæmilegt hér, — ég skal taka til dagkaup, — er minnkað með lögum, þannig að sú vísitala, sem á að koma á það, fær ekki að koma á það lengur, og allar vörur eru hækkaðar um leið. Í öðru lagi með því, að sú mikla vinna og sú eftirvinna, sem menn hafa haft, kemur til með að hverfa. Það eru beinlínis ráðstafanir gerðar til þess með þessu frv. og þessari stefnu, sem þar er tekin upp, án þess að um leið sé gert leyfilegt nema með stórkostlegum verkföllum að hækka kaupið til þess að vinna upp það, sem vinnutíminn þannig mundi styttast. Það er vitanlegt, að lífskjörin á Íslandi hjá launþegum hafa byggzt á því, hve dugleg okkar þjóð er, hve lengi hún hefur unnið, — og þetta verður eyðilagt. Þegar prívatkapítalískir hættir verða teknir upp hér á Íslandi, þá kaupir atvinnurekandi ekki vinnuafl á 50% eða 100% hærra verði en hann getur fengið það. Það er eitt af lögmálum þess viðskiptalífs, sem nú á að innleiða. Það verður aðeins kostur á dagvinnu, þegar þannig er komið. Í þriðja lagi á að brjóta sjálfan grundvöll atvinnulífsins, þá öruggu atvinnu, sem hér hefur verið að meira eða minna leyti í 20 ár, nema þann tíma, sem gengislækkunarstjórninni frá 1950 tókst að koma atvinnuleysi á hér í Reykjavík. Úti um land hefur það verið lengur. Með þeirri stefnu, sem er tekin upp með þessu frv., er þessi atvinnugrundvöllur Íslands eyðilagður.

Í þessu frv. felast ráðstafanir til þess að brjóta niður það viðskiptaöryggi, sem Ísland hefur skapað sér, og leiða yfir Ísland kreppur, verðlækkanir og markaðsstöðvanir. Það er verið að brjóta allar þær stoðir, sem hafa verið undir þeim lífskjörum almennings á Íslandi, sem meira að segja hæstv. viðskmrh. fyrir aðeins tæpum ársfjórðungi var að hæla sér af og hæla okkur af og var stoltur af. Og þetta á allt saman að gerast undir þeirri forsendu, að nú eigi að taka upp rétt gengi. Alþjóðabankinn, OEEC og aðrar stofnanir vestan hafs og austan eru búnar að reikna út og reikna, og hæstv. viðskmrh. er búinn að fara til Parísar til þess að meðtaka fyrirskipanir og niðurstöðurnar af reikningunum. Og hver er niðurstaðan af reikningunum, hvað álítur hæstv. viðskmrh. og hæstv. ríkisstj. að sé rétt skráð gengi á vinnu íslenzks verkamanns? Já, loksins á að skrá gengið rétt, þegar það á að gilda sama um íslenzka krónu, íslenzka kaupgetu og íslenzkt kaup eins og væri vestur í Ameríku, — ef þeir þá kunna að reikna rétt, sem margír bera brigður á og e.t.v. hæstv. viðskmrh. verður fyrstur til að neita. Við skulum bera það saman. 1947 hafði íslenzkur verkamaður, íslenzkur hafnarverkamaður, sama tímakaup í dollurum og amerískur hafnarverkamaður, $ 1.40. Hvað verður kaupið hjá íslenzkum verkamanni, ef hæstv. ríkisstj. fengi að ráða, samanborið við ameríska verkamenn, eftir þessari réttu gengisskráningu, sem á að vera útreiknuð af vísindamönnum og vera rétt og vera samkvæmt fyllsta réttlæti? Eigum við að fara að reikna? Það getur verið, ef einhverjir ætla að leiða yfir okkur ameríska viðskiptahætti, að það verði sumir hér, sem komi til með að heimta amerískt kaup. Hvað er kaupið, — við skulum taka hjá stáliðnaðarmönnum, sem stóðu í þriggja mánaða verkfalli nýlega, — hvað er kaupið hjá þeim? Ætli það sé ekki hjá þeim lægst launuðu 2 dollarar um tímann og hjá þeim hæst launuðu 4 dollarar um tímann. Það þýðir með nýja genginu, réttláta genginu, Alþýðuflokksgenginu á vinnu verkamanna svona frá 80 upp í 160 kr. á tímann. Hafnarverkamenn í New York hafa nú um 3 dollara um tímann, upp undir 120 kr., með því gengi, sem nú á að skrá. Það eru máske til einhverjir, sem hafa lægra kaup í Ameríku. Jú, það er til, það er rétt. Ameríkumenn prédika frelsi yfir öðrum og segja að kaupgjald og slíkt eigi að vera án þess að ríkið skipti sér af því, en það er til kaupgjald í Ameríku, í Bandaríkjunum, sem ríkisvaldið ákveður. Gagnvart varnarlausustu og fátækustu svörtu og hvítu verkamönnunum í Suðurríkjunum þykir rétt að setja lágmarkskaup, — „minimum wage bill“ eru lögin um það kölluð. Hvað er lágmarkskaupið, sem sett er af löggjafarþingi Bandaríkjanna til þess að vernda þá umkomulausu? Það er einn dollar um tímann. Eisenhower forseti sagði nýlega, að sér fyndist það of lágt og það þyrfti að hækka upp í $1.25. Og hvað á kaup íslenzks Dagsbrúnarverkamanns að vera með réttri Alþýðuflokks-gengisskráningu að áliti hæstv. viðskmrh. eftír útreikningi í París? Það á að vera um 50 cent. Það á að vera um helmingi lægra en fátækustu og samtakalausustu verkamennirnir í Bandaríkjunum hafa, helmingi lægra en Eisenhower forseti álítur vera of lágt. Dettur einhverjum hæstv. ráðh. í hug, að íslenzkir verkamenn láti skammta sér þetta? Þekkja þeir þá ekki betur en það? Ef það er einhver slíkur til, þá er bezt, að hann komi fram og segi, að þetta sé það, sem hann álíti að íslenzkir verkamenn eigi að una við.

Það er bezt fyrir þá, sem taka mikið upp í sig viðvíkjandi þeim alþjóðlegu viðskiptakjörum og öðru slíku og ætla að fara að lofsyngja það fyrir Íslendingum, hve dásamlegt það sé að vera í samfélagi þeirra frjálsu þjóða, með frjálsa markaði og allt annað slíkt, að gera sér það ljóst um leið, að þeir binda þó ekki það afl, sem verkalýðssamtökin eru. Það hefur verið reynt á Íslandi áður, og það hefur mistekizt. En það hefur aldrei verið reynt að binda það við svona lága hluti eins og þarna á að skammta. Þess vegna er þeim mönnum, sem nú eru að „traktera“ okkur á vestrænu frelsi í þessu sambandi, bezt að gera sér ljósa ábyrgðina, sem þeir taka á sig. Við höfum hér á Íslandi verið að vinna merkilega hluti á síðustu 20 árum, og það hefur verið skrifað nokkuð mikið um það, hvað gert hafi verið hérna. En þeir hlutir hafa ekki verið gerðir með þeim aðförum, sem nú er ætlunin að taka upp. Þeir hafa ekki verið gerðir með því að leiða kaupkúgun og atvinnuleysi yfir þetta land, eins og er inntakið í því frv., sem hér liggur fyrir. Það hafa verið gerð stórvirki hér á Íslandi, gert kraftaverk, vegna þess að íslenzka þjóðin hefur þorað að horfast í augu við það að stjórna sínu landi án þess að spyrja um það í París eða annars staðar, hvernig ætti að gera það, — vegna þess að hún hefur þorað að fara sínar eigin leiðir. Og slagurinn, sem núna stendur og getur orðið einn sá harðasti, sem hér hefur verið háður, er um það, hvort við eigum að hugsa um íslenzkan þjóðarbúskap sem sjálfstæða heild, sem fylgi sínum eigin lögmálum, sem við ráðum inn á við, sem hefur sína eigin verðmyndun inn á við, en beitir þjóðarbúskapnum sem samtökum út á við til þess að láta þjóðinni líða sem bezt.

Spurningin er, hvort við eigum að hugsa þannig um íslenzkan þjóðarbúskap sem sjálfstæðan þjóðarbúskap eða hvort við eigum að hugsa um íslenzkan þjóðarbúskap sem part úr stærri heild, þar sem lögmál gilda fyrir þá heild alla, — lögmál, sem við ráðum ekkert við, — þar sem við verðum eins og leiksoppur í öldugangi, sem leiðir til holskeflna og kreppu. Þessi stefna, sem hér er lagt til að taka upp, er innlimunarstefna í auðvaldskerfi VesturEvrópu og Ameríku. Það er það, sem dylst í öllu kjaftæðinu um frjálst viðskiptakerfi, það er að leggja niður íslenzkan þjóðarbúskap sem sjálfstæða heild, þora ekki að reyna að stjórna þessu landi þannig, að fólkinu í þessu landi líði vel, og hugsa út frá þjóðinni sem heild, heldur ætla að láta einhverja aðra menn úti í heimi, volduga auðhringa og meira að segja lögmál, sem þeir varla ráða við, ráða okkar örlögum. Það er um þessar tvær stefnur, sem verður barizt.

Við höfum síðustu 20 árin verið að reyna að skapa sjálfstætt íslenzkt efnahagslíf. Það er nú verið að reyna að brjóta niður þá viðleitni, — þá viðleitni, sem hefur hafið þessa þjóð upp úr eymd kreppunnar og í einhver beztu lífskjör, svo að ég noti orð hæstv. viðskmrh., sem nokkur þjóð í Evrópu býr við. Það er þessi viðleitni, að hafa íslenzkan þjóðarbúskap sem sjálfstæða heild og nota sér þá aðstöðu, sem við höfum út á við, hvern hlut, sem við getum, til þess að láta þjóðinni líða sem bezt. Það hefur ekki markazt af neinni sérstakri ákveðinni stefnu inn á við, það sem við höfum gert. Við höfum beitt þar öllum formum í okkar atvinnurekstri: ríkisrekstri, bæjarrekstri, einstaklingsrekstri. Það hefur verið reynt að hafa samstarf um þetta svo að segja milli allra flokka á Íslandi á víxl, og það hefur gengið þá bezt, þegar verkalýðshreyfingin hefur reynzt það sterk og það samhent, að hún hefur getað haft áhrif á, hvernig þetta væri gert. En eitt hefur einkennt þetta allan tímann. Það er íslenzka ríkið, íslenzka ríkisvaldið, sem hefur verið beitt í atvinnulífinu allan þennan tíma, ríkisbankarnir, ríkissjóður, ríkisábyrgðirnar, — það er með afskiptum íslenzka ríkisins, sem þetta hefur allt saman verið byggt upp, og öðruvísi hefði það verið óhugsandi og það enn í dag.

Þessi afskipti hafa verið misjöfn. Þau hafa oft verið ósköp leiðinleg, eins og alltaf er í formi haftanna. Það hefur á öðrum tímum tekizt að gera þau jákvæð og skapandi. Þau hafa, eins og alltaf er í auðvaldsskipulagi, skapað misrétti og spillingu oft og tíðum. En þau hafa megnað þrátt fyrir alla gallana, sem verið hafa í þessi 20 ár, að forða þessari þjóð út úr fátækt, út úr neyð og í það að búa við góð lífskjör. Lítið þið svo til landa, sem fóru á hausinn, á sama tíma sem við stóðum í kreppunni seinustu, — eins og Nýfundnalands, og sjáið, hvar þau standa, — eða Portúgals, sem hefði getað notað sína aðstöðu í stríðinu seinasta eins og við, ef þar hefði verið verkalýðshreyfing, sem hefði fengið að starfa. Það er þetta, sem við verðum að muna, ef við ætlum nú að fara að yfirgefa þessa stefnu. Við höfum skapað stórfelldar framfarir í okkar landi með því að skoða íslenzkan þjóðarbúskap sem eina sjálfstæða heild og beita öllum áhrifum ríkisvaldsins til þess að efla framfarir í landinu og búa að fólkinu. Við hefðum þurft að skipuleggja þetta betur. Við þurftum að gera þessi ríkisafskipti meiri og skynsamlegri. Við þurftum að koma á skipulögðum þjóðarbúskap. Það var það, sem vantaði. Nú hins vegar er lagt til að taka hér upp prívatkapítalistíska stefnu. Og það er bezt, að menn geri sér ljóst, áður en ég fer út í, hvaðan sú nýja stefna sé upprunnin, hvernig aðstæðurnar eru hér á Íslandi fyrir hana.

Einn af hæstv. ráðh., sem var að tala hér áðan, var að tala um, að hér hefði ríkt eitthvert ófremdarástand. Það hefur náttúrlega margt farið aflaga hér á Íslandi. En fólk hefur ekki svelt, fólk hefur átt spariföt, fólk hefur jafnvel dreymt um að búa í 3 og 4 herbergja íbúðum. En það er máske meiningin héðan af að skammta því eitt herbergi og aðgang að eldhúsi, eins og menn búa við, jafnvel helmingur verkalýðsins, í hinum ríku löndum, eins og Svíþjóð? Það hefur ekki ríkt ófremdarástand hér á Íslandi hvað snertir afkomu almennings. En það er meiningin að leiða það ófremdarástand yfir. Og máske hefur ekki öllum á Íslandi verið nægilega ljóst, hvað hefur þurft til þess að skapa það ástand, sem nú hefur verið.

Við skulum svo athuga ofur lítið út frá þeim staðhæfingum, sem hér hafa komið fram, að nú eigi atvinnurekendurnir á Íslandi að standa á eigin fótum, hvernig það hefur yfirleitt verið hjá okkur undanfarið og hvernig reynslan er af slíku.

Það er talað um það í sambandi við þetta frv., að nú eigi raunverulega að koma á prívatkapítalismanum, einkaauðvaldinu, á Íslandi á ný, nú eigi íslenskir atvinnurekendur að standa á eigin fótum. Það er nú eitthvað nýtt, ef þeir eiga að standa á eigin fótum. Það hafa þeir aldrei gert fram að þessu. Og ég hélt satt að segja ekki, að nokkrum manni dytti það í hug, ekki einu sinni úr ríkisstj., að þeir eigi að fara að standa á eigin fótum eftir þetta, nema kannske það sé meiningin hjá hæstv. bankamálarh. að láta bankana fara að innkalla, ef hann hefði slíkt vald yfir þeim, öll þau lán, sem ríkisbankarnir á Íslandi hafa lánað atvinnurekendum á Íslandi. Þegar menn tala um einkaatvinnurekstur hér á Íslandi, þá gera menn sér ekki ljóst, að grundvöllurinn fyrir prívatkapítalisma hefur aldrei verið til hér á Íslandi á sama hátt og hann er í nágrannalöndunum. Í Englandi eða Bandaríkjunum hafa voldugir auðmenn getað safnað í sína eigu svo og svo miklum auði. Þeir geyma slíkan auð m.a. í bönkum, sem þeir eiga sjálfir. Þeir eiga hann í fyrirtækjum, sem þeir eiga sjálfir. Auðurinn í bönkunum og fyrirtækjunum er eign þessara auðmanna sjálfra. Ef lánað er út úr þessum bönkum, þá er það þeirra fé, sem er lánað, og svo dálítið af sparifé almennings, en fyrst og fremst er þó þeirra eigið fé í þessum bönkum. Prívatkapítalisminn byggist á því, að svo og svo mikill auður er í eigu auðmannastéttarinnar. Það hefur aldrei verið til auðmannastétt á Íslandi, sem hefur átt allt það rekstrarfé, sem hún hefur notað. Frá upphafi vega höfum við orðið að reyna að byggja upp okkar land, sem við tókum við sem fátækri og arðrændri nýlendu, með því að beita öllum þeim aðferðum, sem þessi þjóð hefur getað átt, allri þeirri samhjálp, sem hún hefur getað beitt innbyrðis, og nota allt það vald, sem í okkar ríkisvaldi hefur falizt, og allt það traust, sem okkar ríkisvald hefur getað fengið, m.a. handa sínum bönkum. Þannig höfum við orðið að hjálpast að við að skapa þetta. Og hvernig fór á þessum eina stutta tíma, sem við reyndum að lofa þessu einkaauðmagni að standa á fótum ríkisbankanna, ríkislánanna, lánanna úr

ríkisbönkum, á tímabili einkaauðvaldsins, 1920–30? Hvernig fór? Það fór á hausinn. Ekki vegna þess, að það væru ekki jafngóðir eða duglegir menn í þessu hér á Íslandi og annars staðar, heldur vegna hins, að við erum lítið land, tiltölulega fátækt land og fámennt á stórum heimsmarkaði, þar sem kreppur, verðsveiflur og annað slíkt er ægilegt, og jafnvel okkar stærstu auðhringar og það, sem mest og bezt er skipulagt af einstökum atvinnurekendum, það stenzt aldrei slíkum viðskiptakreppum snúning.

Það hefur verið kvartað undan því stundum nú undanfarið, að það sé enginn, sem fari á hausinn. Þá ættu menn að líta til baka til 1930. Þá þurfti ekki að kvarta yfir, að menn færu ekki á hausinn. 1934 voru bændur og smáútvegsmenn á Íslandi gerðir upp með skuldaskilasjóðum. En þeir stærstu voru ekki gerðir upp. Af hverju? Af því að þá hefði landsfólkið og þjóðfélagið farið á hausinn líka. Við Íslendingar höfum því fengið alveg nóg af því að sjá menn fara á hausinn. Þeir, sem muna þann tíma, þá langar ekkert til þess að fara að lifa það upp aftur. Það er miklu skemmtilegra að lifa þá tímana, sem þarf ekki að ganga að íbúðum fólksins hérna í Reykjavík og bjóða þær upp og reka það út á gaddinn. En það er sá tími, sem vissa menn virðist langa í núna á ný.

1920–30 var rétt gengisskráning. Þá voru engar uppbætur, engin höft, — og það var atvinnuleysi og fátækt á Íslandi. Íslenzkir atvinnurekendur gátu ekki þá staðið á eigin fótum, og sá maður, sem skildi þetta einna bezt og var fyrstur til að segja við íslenzka ríkið: Nú verður ríkið að grípa inn í og bjarga þessu, — það var sjálfur hæstv. núv. forsrh., í fyrsta skipti sem hann var ráðherra, í desember 1932. Þegar ríkiseinokunin var tekin á fiski á Íslandi, þá var byrjað á því að láta íslenzka ríkið skipta sér af íslenzkum sjávarútvegi, vegna þess að íslenzk þjóð gat ekki staðizt í þeim öldugangi heimsmarkaðsins, sem skapar heimskreppurnar og annað slíkt, nema reyna að beita öllu því valdi, sem Íslendingar gátu átt til, þar með þessu ríkisvaldi, til þess að reyna að bjarga henni. Og þetta er reynsla, sem þeir menn, sem eitthvað þekkja til og eitthvað hafa reynt á Íslandi, gleyma ekki. Það er reynsla, sem Íslendingar eiga ekki að gleyma í dag.

Það er sagt við okkur núna: Það á að afnema uppbæturnar. Nú eiga atvinnurekendur að standa á eigin fótum. — Þetta er blekking. Hver ætlar að halda því fram, að atvinnurekendur eigi að standa á eigin fótum? Dettur einhverjum það í hug, að það eigi að fara að ganga að þeim núna, heimta af þeim lánin, sem þeir hafa fengið hjá ríkinu? Ekki skil ég í því, að það sé meining ríkisstj. Ætli það sé ekki nokkuð sama, hvort þeir standa á fótum ríkisbankanna eða á fótum ríkissjóðs? Ætli það sé mikill munur á því ?

Nei, það, sem er verið að reyna að gera víð okkur nú, er að neyða upp á okkur prívatkapítalistísku gróðakerfi, — segja við okkur:

Nú á ekki að reka hlutina út frá öðru sjónarmiði en gróðamyndun. — Ég skal viðurkenna; að þetta er það lögmál, sem gildir um hinn kapítalistíska heim. En við Íslendingar höfum ekki hlýtt þessu lögmáli fram að þessu. Við höfum skapað okkur annað lögmál, af því að við höfum haft hærri hugmyndir um mannlegt líf, um manngildi, heldur en það, að það ætti að vera tilgangurinn í atvinnulífinu að skapa gróða. Við höfum lítið á það sem tilganginn með atvinnulífinu að láta mönnum líða vel, — og við ætlum að beygja þetta þjóðfélag undir það lögmál, en ekki lögmál gróðans.

Það hefðu ekki verið beztu lífskjör í heimi hér á Íslandi, svo framarlega sem þetta land og þessi þjóð hefði verið beygð undir lögmál gróðans. En skyldu hæstv. ráðh. treysta sér til þess að beygja vægðarlaust undir þetta lögmál gróðans, sem þeir tala nú um, með þessu frv.? Í slíku kapítalistísku þjóðfélagi ríkir venjulega eitt jafnrétti, eitt svívirðilegt jafnrétti, jafnrétti peninganna. Ætlar hæstv. ríkisstj. að láta það jafnrétti, svo svívirðilegt sem það er, drottna hér á Íslandi? Nei, hún ætlar það áreiðanlega ekki. Í þessu frv. er gert ráð fyrir, að bankastjórar ríkisbankanna eigi að fá valdið til að ráðstafa lánum úr bönkunum til atvinnurekendanna á Íslandi. Það eru ekki peningarnir og þeirra svívirðilega jafnrétti, sem á að ráða. Það er sambandið milli einstakra bankastjóra og einstakra firma. Við, sem erum búnir að vera alllengi í Reykjavik, gætum talið upp firmun, sem fengu milljónir að láni, — sum stærstu heildsölufirmun í Reykjavík enn þá, — á tímabilinu 1930–40 og voru gerð stór í gegnum slík lán, — og hafa þau kannske sum enn þá eftir alla verðbólguna, sem síðan er búin að vera. Það er auðvelt að skapa misrétti og beita gerræði í þjóðfélaginu með lánum, og það er ekki meiningin hjá ríkisstj. með þessu að ætla að fara að segja nú við alla peningamenn í landinu: Nú skuluð þið einir reka ykkar fyrirtæki, sem eigið sjálfir peninga til þess, sem eigið sjálfir rekstrarfé til þess, eigið sjálfir stofnfé til þess. Borgið það, sem þið skuldið í bönkunum, og nú verður lánað út þannig, að það sé jafnrétti milli allra. — Það er ekki neitt slíkt, sem á að innleiða hér. Það á að innleiða gerræðísfulla stjórn nokkurra embættismanna í félagi við nokkra auðmenn. Og við erum búnir að fá að sjá nóg af því á undanförnum 20–30 árum, hvernig slíku valdi er beitt. M.ö.o.: með þessu á að gera gróða fárra auðmanna að eina markmiði við rekstur atvinnuveganna á Íslandi, og það á að láta nokkra bankastjóra ráða því, hvaða auðmenn séu valdir út úr, og ríkisstj. segist ætla að þvo hendur sínar og koma hvergi nærri. Meira að segja sjóðum kaupfélaganna á að ræna undir vald þessara bankastjóra, til þess að alþýða manna hafi enga möguleika til þess að geta meira að segja sjálf safnað í sjóði og lagt það einhvers staðar inn, þar sem hún gæti ef til vill rekið útgerð sjálf eða annað slíkt. Þetta leggja sömu mennirnir til, sem hafa lifað það, hvernig einstaklingarnir á Íslandi hafa farið á hausinn og bláfátæk bæjarfélög orðið að byggja upp bæjarútgerðir, eins og í Hafnarfirði og á Ísafirði, til þess að bjarga sér út úr neyð einkaframtaksins.

Nei, það þýðir ekki fyrir hæstv. ríkisstj. að koma til okkar og ætla að prédika það sem einhvern fagnaðarboðskap, að nú eigi að mynda digra sjóði hjá einkaframtakinu í landinu á kostnað launa verkamanna. Ég veit ósköp vel, að það er eitt boðorð hjá OEEC, hjá Efnahagssamvinnustofnuninni og hjá Alþjóðabankanum, að auðmenn eigi að hafa digra sjóði, af því að þeir hafa það í Frakklandi og í Bandaríkjunum. En það hefur ekki verið það boðorð, sem Íslendingum hefur verið kennt í allri þeirra sögu.

Ef þetta frv. verður að lögum og farið verður að praktísera þetta, eins og frv. virðist gera ráð fyrir og grg. þess og hugmyndirnar, sem á bak við það eru, þá er auðsjáanlega það, sem fyrir liggur þar, að misnota fé íslenzka ríkisins, íslenzku ríkisbankanna, sparifé almennings, til þess að skapa hér einkaauðvald á Íslandi. Og ef það eru einhverjir, sem halda, að verkalýðurinn í landinu ætli að horfa upp á það aðgerðarlaus, þá reikna þeir skakkt.

Ef á að taka af verkamönnum, af þeirra kaupi, til þess að leggja það í sjóði, þá er bezt að fá að leggja það í sjóði verkamannanna sjálfra og láta þá sjálfa eiga fyrirtækin. Við skulum taka að okkur að reka þau og sýna ykkur, að það getur gengið og með hærra kaupi en þessu.

Nei, það; sem hér er verið að gera, er að leggja grundvöll að því ægilegasta misrétti, sem til er í nokkru þjóðfélagi, því misrétti, þar sem fáir auðmenn drottna yfir fjöldanum.

Hæstv. viðskmrh. talaði um það áðan, að uppbótakerfið hafi verið undirrót spillingar. Heldur hann kannske, að þjóðfélag Bandaríkjanna sé ekki spillt? Heldur hann kannske, að eitthvað af þeim auði, sem þar er til, hvort sem er hjá Morgan, Vanderbilt, Astor eða öðrum, sé skapað öðruvísi en í gegnum blóð og tár, í gegnum þjófnað og mútur og morð? Nei, víð skulum ekki fara að líta á það fyrirkomulag sem neina fyrirmynd. Það er meiri fyrirmynd; það gallaða og vitlausa uppbótakerfi okkar á Íslandi, heldur en það fyrirkomulag, sem franska auðvaldið hefur reist á blóði alþýðu manna eða ameríska auðvaldið með því að sjúga hálfan heiminn.

Það, sem hér er lagt til að skapa nú, er þjóðfélag, sem yrði undirrót spillingar, með því að fara að reyna að skapa hér einkaauðvald og hagnýta vald einstakra bankastjóra yfir bönkunum til þess. Það minntist einhver ráðherranna á það hér áðan, að það væri verið að skammta skít úr hnefa, — ég held hann hafi átt við uppbæturnar eða eitthvað slíkt. En hvað skyldu þeir þá kalla launin, sem þeir ætla sér að láta einkaauðvaldið sitt skammta? Ég var að reikna þau út áðan. Ætlið þið yfirleitt, mínir herrar, hæstv. ráðherrar, — ætlið þið að fara að útrýma spillingunni á Íslandi? Viljið þið þá ekki byrja á olíuhringunum?

Ætli það væri ekki bezt fyrir ykkur þá að byrja a.m.k. á því að taka einkasölu á olíunni hérna? Ég held það sé bezt að nefna ekki snöru í hengds manns húsi. Ég held það sé svo viðkvæmt fyrir núv. ríkisstj. að tala um spillingu, að tala um gjaldeyrisskort og annað slíkt, á meðan verið er að uppgötva meira og meira af gjaldeyrinum, sem voldugustu menn landsins flytja til Ameríku, að ég held, að þið ættuð ekki að tala um fórn við alþýðuna í þessu landi, á meðan þið hafið ekki einu sinni sjálfir hugmynd um það eða reynið að grafast fyrir um það, hvað mikið af því, sem íslenzk alþýða og togarasjómenn draga að með framleiðslu gjaldeyris, sé falið í erlendum bönkum. Það er það, sem hefur verið deilt um í sambandi við þessi mál undanfarin ár, þegar uppbæturnar og annað slíkt hefur verið rætt og gagnrýnt, að verkalýðurinn hefur ekki fengið það í gegn að fá það fé tekið, sem þurfti til þess að fullnægja uppbótunum og öðru slíku, á þeim stöðum, þar sem það var til, af gróða olíuhringanna, gróða bankanna og öðru þess háttar.

Það skipulag, sem þið nú viljið innleiða, þýðir að koma spillingunni í algleyming og heimta fórnir af fólkinu, til þess að hún beri auðmönnunum betri ávöxt.

Hitt er gefið, að það verður ekki almennilega stjórnað íslenzkum þjóðarbúskap, fyrr en utanríkisverzlunin á Íslandi verður þjóðnýtt, og það er það, sem hefur vantað, að verkalýðurinn hafi haft vald til þess síðustu 25 ár. Þegar ein bezta þjóðarúttekt hefur verið gerð á okkar þjóðarbúskap, sem gerð hefur verið af bönkum, 1934, þá var ástandið þannig, að kapítalið á Íslandi í verzluninni var 100 millj. kr., en 22 millj. í sjávarútveginum. Enn er það meinið í þjóðlífi Íslands, að það er allt of mikið fjármagn í verzluninni á Íslandi, og það fer ekki úr henni, fyrr en utanríkisverzlunin verður þjóðnýtt, heildverzlunin í innflutningnum og útflutningsverzlunin. Þá fyrst verður því einkafjármagni, sem til er á Íslandi, beint þangað, sent það fyrst og fremst á að fara, í iðnaðinn og sjávarútveginn. Um þetta hefur baráttan staðið í heilan mannsaldur, á meðan við höfum tvístigið í þessu uppbótakerfi, og þrátt fyrir þennan ófullkomleika hefur þó tekizt að gera þá hluti, sem við erum stoltir af, þegar við tölum við útlendinga, en nú á að fara að svipta okkur.

En hvernig stendur þá á því, að ríkisstj. kemur fram með þessar tillögur, sem hér liggja fyrir og mundu leiða yfir þjóðina þær hörmungar, sem ég að nokkru leyti hef gert að umtalsefni og mun gera betur?

Ég veit ósköp vel, að hugmyndirnar um þetta eru ekki upprunnar í heilum íslenzkra manna, og ég ætla engum af hæstv. ráðherrum það, að þeir hafi úthugsað þessar tillögur. En það, sem ég óttast, er, að það sé ýmist verið að blekkja þá eða neyða þá inn á þær. Einkaauðmagn Vestur-Evrópu hefur um alllangan tíma litið það hornauga, að íslenzk þjóð hefur bundið bagga sína öðruvísi en ýmsar nágrannaþjóðir okkar, að við höfum farið aðrar leiðir í okkar þjóðarbúskaparmálum en þær. Einkaauðmagn Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna kann einhvern veginn ekki við það, að hér séu ekki hafðir sömu hættir á og í þeirra löndum. Ef til vill kunna þeir ekki við það, af því að hér er amerísk herstöð, að hér skuli ríkja öðruvísi þjóðarbúskapur en annars staðar. Ef til vill er það hitt, eins og kardínálinn sagði forðum daga, að það ætti ekki við, að Ísland hefði ekki kóng eins og önnur ríki.

Þess vegna er nú af hálfu þeirra voldugu samtaka auðhringanna, sem hafa gengið undir því fallega nafni OEEC eða Efnahagssamvinna og Alþjóðabanki, — þess vegna er nú af hálfu þessara stofnana lagt að því fast við Ísland að taka upp nýtt efnahagskerfi, kúgunarkerfi peningavaldsins. Ég álít, að þetta frv., sem hér liggur fyrir, sé fyrirskipun, sem sé verið að neyða íslenzka þjóð til þess að fallast á, með afleiðingum, sem ríkisstj. er ekki farin að gera sér ljósar. Það að fara inn á það kerfi, sem hér er verið að leggja til að taka upp, þýðir að innlima Ísland í nýlendukerfi auðvaldsins í Vestur-Evrópu og Ameríku.

Þetta hefur lengi verið áhugamál, ekki aðeins þeirra pólitísku valdamanna í þessum auðvaldslöndum, heldur ekki síður og komið jafnvel oft greinilegar fram hjá ýmsum þeirra fræðimönnum. Rene Sergent, forstjóri OEEC, þegar hann var hér á ferð nýlega og hélt fyrirlestur, þá sagði hann í þeim fyrirlestrí, með leyfi hæstv, forseta:

„Ég vil fyrst af öllu taka fram, að við hörmum það mjög, hversu utanríkisviðskipti Íslands hafa í síauknum mæli beinzt frá löndum Efnahagssamvinnustofnunarinnar.“

Hann var að harma það, þessi herra, að viðskipti Íslands hefðu beinzt frá löndum Efnahagssamvinnustofnunarinnar. Ekki höfðu þau beinzt þaðan vegna þess, að Íslendingar hefðu ekki allan þennan tíma reynt að selja eins mikið og þeim var með nokkru móti mögulegt að selja á mörkuðum Vestur-Evrópu. Nei, það hefur verið af öðrum ástæðum. Viðskiptin höfðu beinzt annað vegna þess, að Íslendingum hafði verið úthýst í Vestur-Evrópu, meira að segja með beinum stjórnaraðgerðum, skipulögðum stjórnaraðgerðum af hálfu voldugra ríkja þar. Þessi hv. herra var ekki að harma það. Hann var að harma það, að við hefðum fengið viðskipti annars staðar. Hann var ekki að lýsa ánægju sinni yfir því, að Íslendingar hefðu getað selt allt, sem þeir gátu framleitt.

Í öllum þeim skrifum, sem fram koma á íslenzku og öðrum málum um þessi efni, kemur hvergi nokkurs staðar fram, að þeir menn, sem um þetta skrifa, prófessorar í Virginíu í Bandaríkjunum eða útsendarar OEEC, hafi einhvern áhuga fyrir því, að íslenzkur þjóðarbúskapur geti starfað af fullum kraftí, að íslenzk þjóð geti útrýmt hjá sér atvinnuleysi, að íslenzk þjóð geti aukið sína framleiðslu. Nei, sá áhugi er ekki til í neinu af þessum plöggum og í engum af þeim rökum, sem liggja fyrir í þessu frv. og þess greinargerð. Það er aðeins einn hlutur, sem þar kemur fram, og ein stefna, sem ræður, og það er: Ísland skal innlimað í hið svokallaða frjálsa hagkerfi, hvað sem það kostar.

Það, sem hér liggur á bak við, er pólitískt áhugamál alþjóðaauðvaldsins, að koma Íslandi í klærnar á sér, af því að þeir virðast vera hræddir um, að við séum að reka það sjálfstæða efnahagspólitík, að við séum ekki upp á þá komnir.

Ég veit, að Bretum þótti það bölvað 1952 að geta ekki með banninu á fisksölunni knúið okkur og látið okkur krjúpa á kné fyrir sér. Sú ríkisstj., sem þá sat hér að völdum, var ósmeyk við að nota aðstöðu Íslands til að taka upp viðskipti við Sovétríkin og sýna Bretum það svart á hvítu, að við létum þá ekki kúga okkur. Vestur-Evrópu-auðvaldinu hefur verið illa við það alla tíð síðan, að við höfum haft þessi viðskipti við Austur-Evrópu. Þeir vilja eyðileggja þessi viðskipti, og þeir fara ekki dult með það, þeirra lærðu menn, að það þurfi að eyðileggja þau. Það ætti að prenta bækur, eins og þá, sem dr. Benjamín Eiríksson sendi mér og kannske fleiri þingmönnum nú, til þess að menn sæju, hvað vakir fyrir þeim fræðimönnum, sem í lærðum tímaritum eru óhræddir við að setja fram það, sem hæstv. viðskmrh. mundi helzt ekki vilja segja.

Nei, við skulum gera okkur ljóst, hvað þarna er um að ræða. Það er um það að ræða, að auðhringar Vestur-Evrópu og Ameríku hafa pólitískan áhuga á því að slíta Ísland úr þeim viðskiptasamböndum, sem það hefur skapað sér austur á bóginn, af því að þau viðskiptasambönd hafa gert Íslandi mögulegt að standa upp í hárinu jafnvei á þjóð eins og Englendingum, sem kúguðu okkur þó um áratugi.

Hvaða ráðstafanir eru gerðar í þessu frv. til þess að slíta okkur úr þessum viðskiptasamböndum? Eitt höfuðatriðið í þessu frv. er það, sem kallað er að gefa um 60% af innflutningnum til Íslands frjálsan, og með þessu móti og því 800 millj. kr. láni, sem á að taka um leið, á að fylla íslenzkan markað með þessum vörum. Hvað þýðir það? Það þýðir að grafa undan því, að við getum selt vörur til Austur-Evrópu, með því að láta skipuleggja, að hér sé nægilegt til af þeim vörum, sem við ella hefðum keypt þaðan. Og hvað verður gert, þegar búið verður að taka lán, svo að skiptir hundruðum millj. kr., til þess að fylla íslenzkan markað af vörum, sem að vísu eru hér, en við höfum engan möguleika um leið til að borga í vestrænum gjaldeyri, — því að okkar markaður þar eykst ekki nokkurn skapaðan hlut, — en erum búnir að eyðileggja aftur á móti svo og svo mikla möguleika, sem við höfðum austur á bóginn? Hvað gerist þá, þegar við eigum svo að fara að borga þessi yfirdráttarlán? Þá gerist það, að birgðum, sem liggja hér á Íslandi og við gætum selt á hærra verði austur eftir, verður slengt út fyrir lágt verð í Vestur-Evrópu til þess að fá frjálsan gjaldeyri svokallaðan, til þess að hafa upp í þau lán, sem við erum búnir að taka. Þetta lán til þess að hleypa hér inn vörum á þennan hátt, sem við höfum enga tryggingu fyrir að geta borgað í okkar eigin vörum, það þýðir að setja hengingarólina um hálsinn á okkur, og hinir þurfa ekki annað en herða að til þess að fyrirskipa okkur að selja á fallandi markaði með lækkandi og lágu verði vörur, sem við hefðum getað selt á hærra verði annars staðar. Og það má mikið vera, ef ekki er byrjað að undirbúa þetta nú þegar.

Þegar verið er að skapa frjáls viðskiptasvæði, er ekki verið að gera það af einskærri umönnun, einskærri umhyggju fyrir smáþjóðum eins og okkur. Þvert á móti, aðferð auðhringanna í hinum stóra heimi er að velta af sér boðum kreppnanna yfir á þá, sem smærri eru. Það gildir aðeins eitt lögmál á þessum frjálsa heimsmarkaði svokallaða, og það er lögmál þess sterka. Þeir, sem voldugastir eru, troða hina niður. Ef við Íslendingar gerum okkar þjóðarbúskap að hluta af öllum þjóðarbúskap allrar Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna, þá þýðir það, að þeir voldugustu á þessu stóra svæði troða niður þá, sem eru veikari, og það eru um leið rökin frá hálfu allra sérfræðinga þessara þjóða fyrir því að skapa þá stóru markaði, vegna þess að þessir stóru markaðir geri mögulegar miklu stærri samsteypur. Það er þetta, sem hefur um leið gert það að verkum, að við Íslendingar höfum reynt að halda okkar efnahagslega sjálfstæði, af því að við vissum, jafnvel þótt það væri einn einasti auðhringur, sem réði Íslandi, þá var hann svo smár í hlutfalli við þessa stóru jötna, að hann hefði líka verið troðinn niður og ekkert íslenzkt efnahagslif hefði verið til, ekkert sjálfstætt íslenzkt efnahagslíf. Þess vegna þýðir það að reyna á þennan hátt og innlima okkur í þessi stóru svæði, það þýðir að leiða yfir okkur atvinnuleysi, gera okkur ómögulegt að selja vörurnar, sem við framleiðum. Við getum selt þær núna, ef við höfum sjálfir stjórnina á okkar utanríkisverzlun, ef við þaulhugsum það út, hvernig við getum komið þeim inn á markaði heimsins, ef við notum okkur á öllum þessum mismunandi mörkuðum alla þá aðstöðu, sem til er. En það þýðir, að þá verðum við að vera sjálfstæðir, megum ekki vera hluti úr neinni stærri heild.

Atvinnuleysi er eitt af því, sem tilheyrir þessu kúgunarkerfi, sem við erum að fara inn i, þessu svokallaða frjálsa efnahagskerfi. Það frjálsa efnahagskerfi þrífst ekki án þess, það er fylgifiskur þess, svo sjálfsagður, að meira að segja í Bandaríkjunum eru 41/2 millj. manna atvinnulausir. Og ef þessari stefnu, sem hér er lagt til að taka upp, verður framfylgt, þá er atvinnuleysi strax komið á Íslandi. Það má mikið vera, ef siglingar togaranna verða ekki reglan, eftir að svona hlutir væru komnir upp, í staðinn fyrir að láta vinna úr fiskinum hér heima.

Hæstv. viðskmrh. leggur bókstaflega til með því, sem hann hefur verið að tala, að opna allt fyrir verðsveiflum og algeru öryggisleysi um markaðina. Hann var að ráðast á það hér áðan, að við værum að reyna að bjarga einstökum atvinnugreinum. Heldur hann, að nokkur íslenzk ríkisstj. geti horft upp á það, að einstakar atvinnugreinar á Íslandi séu lagðar í eyði af einni kreppu? Það hefur engin ríkisstjórn getað það hingað til, ekki nokkur. Það getur engin ríkisstj. horft upp á landauðn. Það skoðar hver einasta ríkisstj. og ekki sízt hér á Íslandi, þar sem menn eru vanir við það í heilan mannsaldur, að stjórnmálamennirnir séu kosnir á þing til þess að stjórna þjóðarbúskapnum, — það skoðar hver einasta íslenzk ríkisstj. það sem sitt verkefni að reyna að sjá um, að atvinnuvegirnir í landinu fari ekki á höfuðið. Það var hugsanlegt fyrir 100 árum að prédika það í Bretlandi, að ríkisstj. ætti að vera eins og næturvörður, sem skipti sér ekki af atvinnulífinu. En það er sízt af öllu til nokkurs að prédika það í dag. Það er að vísu hvergi hægt í heiminum, en sízt af öllu hér. Það er verið að reyna að telja okkur trú um, að það sé einhver regla að afnema einhverjar uppbætur og annað slíkt. Menn ættu að athuga, hvað Bandaríkjastjórn sjálf er að gera viðvíkjandi landbúnaðinum, hvað mikið hún kaupir upp af landbúnaðarvörunum, hvort hún liggur með 2 ára birgðir af landbúnaðarframleiðslu Bandaríkjanna, og vera ekki að skamma okkur út af neinu uppbóta og styrkjakerfi. Stærstu og voldugustu og ríkustu auðvaldsþjóðirnar halda því. En við ættum ekki að mega halda því, því að það kemur ekki heim við fræðin þeirra suður í París.

Með því að opna Ísland fyrir öllum verðsveiflunum úti í heimi, eru þeir að leiða yfir okkur hræðilegustu ógæfuna, sem yfir okkur getur komið. Það yrði eins og holskefla, sem eyddi landinu. Við höfum lifað það áður, og það langar engan okkar til þess að lifa það aftur. Þeir, sem eru svo ungir, að þeir muna það varla, ættu að læra það, þegar þeir heyra um það og fara að stúdera, hvernig ástandið var.

Ég held, að hæstv. viðskmrh. hafi sagt, að við hefðum ekki endurnýjað togaraflotann eins og uppbótakerfið. Hvernig var það, þegar gengislækkunin var framkvæmd og það allt saman og enginn togari keyptur eftir 1949? Var það uppbótakerfið, sem eyðilagði það þá, að við keyptum togara? Hvernig var það 1928–38, þegar togurunum á Íslandi fækkaði um 10? Var það uppbótakerfið, sem eyðilagði það? Nei.

Þegar ráðizt hefur verið í að endurnýja togaraflotann á Íslandi af einhverjum myndarskap, þá hefur það verið gert af ríkinu, af því að ríkisstjórn Íslands hefur álitið það skyldu sína að hugsa fyrir þjóðina.

Það er greinilegt, hvert stefnt er með því frv., sem hér liggur fyrir. Það, sem verst er í sambandi við það, er, að mennirnir, sem að þessu frv. standa, hæstv. ráðh., gera sér sjálfir ekki ljóst, hverjar afleiðingarnar af því eru. Ég gæti flett upp í lærðum bæklingi, sömdum með gögnum frá OEEC fyrir hæstv. viðskmrh., til að sýna honum fram á, hvaða aðferðir OEEC kemur til með að nota til þess að eyðileggja viðskiptin austur á bóginn. Það er m.a. sagt þar, að Sovétríkin séu ekki of góð til þess að borga íslenzka fiskinn í gulli. Um það leyti, sem 800 millj, í Vestur-Evrópu fara að standa sem skuld, sem ríkisstj. á bágt með að borga, þá verður kannske sagt af þeim lærðu mönnum í París: Látið þið bara Rússana borga ykkur fiskinn í gulli og látið okkur fá gullið. — Þetta er það, sem þessum lærðu mönnum dettur í hug. Það er ekki farið að prenta þetta í grg. enn þá og ekki farið að segja, að það séu óskaplega lærðir menn og miklir sérfræðingar, prófessorar og ég veit ekki hvað og hvað, en þetta er það, sem þeir menn stefna að, sem þarna eiga hlut að máli. Lánin, sem við tökum, 800 milljónirnar, verða tæki, sem verður notað til þess að kúga okkur til að gera það, sem okkur dettur ekki í hug að gera í dag. (Gripið fram í: Var það ekki eitt af því, sem Alþýðubandalagið lagði til 1958, að eitthvað yrði borgað í gulli, sem fengist að austan?) Það getur vel verið, að eitthvað af því, sem fer til gullsmiðanna hér til þess að vinna úr, hafi verið fengið frá Sovétríkjunum, það getur vel verið. En að borga í gulli til þess að borga til Parísar — (Dómsmrh.: Var það ekki í till. Ég spyr.) Lánið var upp á 100 millj.? Þriðjungurinn af því var lagt til að væri í vestrænni mynt. En það, sem ég var að tala um, var það, sem þessi prófessor í Virginíu hefur lýst hér yfir í sínum bæklingi. (Gripið fram í.) Hugmyndin er allt önnur. Það, sem þar var átt við, var að reyna að sæta góðum lánskjörum til langs tíma, taka lán til 12 ára með 21/2 % vöxtum, sem hægt væri að borga í íslenzkum vörum. Það, sem lagt er til núna af hæstv. ríkisstj., er að taka 800 millj. kr. lán, sem engin líkindi væru til að hægt væri að borga með íslenzkum vörum, en þessir herrar gætu heimtað borgað í gulli. Það er munurinn. (Gripið fram í.) Það er ekki rétt að tala svona um ráðherra.

Þá vil ég vekja athygli á því, að í sambandi við þessi spursmál, sem hér hafa verið rædd, kemur oft fram alveg tilfinnanlegur skortur á raunsæi, sérstaklega hjá hæstv. viðskmrh. Ég efast ekki um hans góða vilja, t.d. til þess að viðhalda viðskiptum austur á bóginn. En það, sem hann gerir sér ekki ljóst, er, að með þessari aðferð, sem hér er tekin upp með þessu frv., er grafið undan þessum viðskiptum. Ég veit, að hann verður hissa, þegar hann uppgötvar það, en það er nú það, sem hann ætti að athuga strax í dag.

Með því, sem nú er verið að gera, er verið að gera Ísland arðránshæft fyrir útlent auðvald. Útlent auðmagn hefur helzt ekki viljað setjast að á Íslandi, vegna þess að því hafa þótt launin á Íslandi hjá verkamönnunum of há, kröfurnar hjá þjóðinni til skatta og annars slíks of miklar, og við höfum fengið að búa einir að okkar auðlindum. Ef kaup íslenzks Dagsbrúnarmanns yrði helmingur af lágmarkslaunum — lögboðnum lágmarkslaunum í Bandaríkjunum, þá er máske möguleiki til þess, að alúminíumhringurinn vilji fara að hirða fossana af okkur og þyki íslenzk þjóð orðin mátulega ódýr til þess að þræla fyrir sig og skapa auð fyrir sig. Það er það, sem stefnt er að með þessum hlutum, að hleypa útlendu auðmagni inn á Ísland, og sumir hafa alls ekki farið neitt dult með það. Og það á að halda laununum niðri og því jafnvel hótað, að ríkisstj. beiti sínum áhrifum til þess að hindra, að launadeilur leysist, til þess að halda launum íslenzkra verkamanna svo langt niðri, að erlendum auðkýfingum þyki sér hentugt að safna digrum sjóðum á kostnað íslenzkrar alþýðu.

Það er þetta, sem verið er að vinna að með þessu frv., máske óvitandi hjá flestum, nema þeim herrum í París, sem hugsa það og fyrirskipa, og fyrir þetta á svo íslenzk alþýða að fórna, fyrir þetta er verið að hvetja hana til að sýna skilning. Hér er um það að ræða að innlima Ísland í kúgunarkerfi peningavaldsins, skapa möguleika fyrir erlent auðvald til að arðræna íslenzkan verkalýð og gera íslenzkan þjóðarbúskap að ósjálfstæðum hluta úr stórri efnahagsheild, þar sem nokkrir auðhringar ríkja.

Ég hlustaði á framsöguræðu hæstv. forsrh. í fyrradag. Hæstv. forsrh. er líklega búinn að upplifa heilmikið síðan, hann hefur máske lært eitthvað af því, sem við höfum sagt, fyrst honum finnst tíminn svona langur. Og ég hafði dálítið gaman af að bera saman það, sem hann sagði, við tóninn í ræðu hæstv. viðskmrh. Það, sem ég fékk út úr ræðu hæstv. forsrh., var, að með þessu frv. væri um skilyrðislausa uppgjöf að ræða, uppgjöf íslenzkrar ríkisstjórnar gagnvart erlendu valdi. Öll áherzlan, sem hæstv. ráðh. lagði í sína ræðu, var á þessa leið, — hann sagði: „Það er um ekkert val að ræða.“ Nei, bara skilyrðislausa uppgjöf. Hann sagði: „Það hafa allir möguleikar til lána verið hagnýttir til hins ýtrasta.“ Hann veit, að þetta er ekki rétt. Hann sagði: „Lán eru ekki lengur fáanleg nema breyta um kerfi.“ Kerfið, sem nú er verið að taka upp, er tekið upp af því, að lánið, 800 millj., var ekki fáanlegt. (Forsrh.: Er ég líklegur til að guggna fyrir útlendingum?) Það er nefnilega það, sem ég var mest hissa á.

Hæstv. forsrh. sagði, að það mætti engu auka við lánin frá 1958, og svo leggur hann til með þessu frv. að taka 800 millj. kr. lán, sem hann hefur enga tryggingu fyrir að geta borgað, og ekkert af þeim lánum fer til þess að geta staðið betur undir því að borga af láninu, engu má verja til þess að kaupa togara eða slíks. Það er skiljanlegt. Það var ekki meiningin hjá auðvaldinu í Vestur-Evrópu að gera okkur sjálfstæðari, heldur að gera okkur háða sér.

Hæstv. forsrh. sagði líka, að traustið á meðal okkar vinveittu þjóða væri alveg farið. Það er svo sem auðséð, að okkar vinir, Bretarnir okkar elskulegu, fara alveg að missa traust á okkur fyrir það, að við erum alltaf að fara eigin götur og spyrjum þá ekki frekar en gert var 1952. Gerir það nokkuð til, þó að þeir treysti okkur ekki? Ætli við stöndum ekki jafnréttir fyrir því? Og nú leggur hæstv. forsrh. til, eftir að vera búinn að lýsa því yfir, að þetta kerfi, sem hafi verið undanfarið á Íslandi, hafi verið byggt á svo miklum lánum, að það sé alveg dauðadæmt, að taka upp nýtt kerfi, sem byggt er á stórláni, sem við höfum enga tryggingu og engin líkindi til þess að geta borgað. Ég er hræddur um, að slíkt kerfi, sem þannig eigi að taka upp, sé meira en dauðadæmt. Nei, það er greinilegt, að hér er verið að gefast upp, gefast upp við stefnu, sem hefur flutt Íslandi efnahagslegt sjálfstæði og flutt íslenzkri alþýðu og íslenzkri þjóð betri kjör en flestum öðrum þjóðum, — stefnu, sem hefur getað með öllum hennar skakkaföllum og öllum hennar ófullkomleika á 20 árum skapað þessari þjóð góð lífskjör. Það er verið að gefast upp við hana, leiða aftur yfir okkur kreppu- og atvinnuleysisstefnuna, sem við þekktum frá því fyrir stríð.

En munurinn er sá, að hæstv. forsrh. segir, þegar hann lýsir þessu: Það er ekki um neitt val að ræða, — biður um skilning hjá þjóðinni. Við eigum einskis annars úrkosta. En hæstv. viðskmrh. segir: Þetta er fyllsta réttlæti, sem við erum að innleiða. — Mér heyrðist á ræðu hæstv. viðskmrh. eins og hann væri að boða fagnaðarboðskap, á ræðu hæstv. forsrh. eins og hann væri að segja: Það er víst ekki um annað að gera. (Forsrh.: Nei, hún var líkræða yfir kenningum ykkar. ) Nei, hún var líkræða yfir nýsköpuninni, allri nýsköpuninni á Íslandi síðustu 20 árin, en það er ekki víst, að nýsköpunin sé dauð þess vegna. (Forsrh.: Heyr.) Það er ef til vill dálítið táknrænt, að einmitt á þessum tímamótum skuli þessir tveir hæstv. ráðherrar meta þetta svona ólíkt. Hæstv. forsrh. talaði eins og raunsær foringi auðmannastéttar, sem vill ekki missa traust sinna góðu vina erlendis, ekki bregðast þeim í raun, þegar þeir eru alveg að gefast upp á sjálfstæði Íslendinga. En hæstv. viðskmrh. talaði næstum því eins og rómantískur unglingur, sem væri svo hrifinn af þeim suður í París og þætti svo gaman að komast í fínan selskap með þessum frjálsu þjóðum, að hann sæi ekkert nema gyllinguna á þessu öllu saman.

Mér datt satt að segja í hug smáhlutur, sem ég lifði fyrir nokkrum árum, sem eiginlega táknrænn fyrir, hvernig tveir aðilar meta stundum ólíkt hlutina, sem eru að gerast. Það var, þegar Bandaríkjamenn yfirtóku Ísland og Churchill hélt ræðuna í brezka þinginu. Það mun hafa verið 9. júlí 1941. Þeir, sem muna þann tíma, muna, hvað gerzt hafði. Brezki sendiherrann hafði verið látinn skrifa íslenzku ríkisstj., að Bretarnir yrðu að fara burt með herinn sinn af Íslandi, þeir vildu ekki vera hérna lengur, og þess vegna ráðlegði brezka ríkisstj. íslenzku ríkisstj. að biðja Bandaríkjastjórn um að vernda sig, og vondar tungur segja jafnvel, að íslenzku ríkisstj. hafi verið settir 24 klukkutíma úrslitakostir að ganga að því að biðja af frjálsum vilja um vernd Bandaríkjanna, af því að Bretar ætluðu að fara, og landið mætti náttúrlega ekki vera varnarlaust. Hvernig sem það var, var a.m.k. látið líta svo út hér heima, að Bretarnir væru að fara í burtu. Það var hins vegar annar hlutur, sem var að gerast á bak við tjöldin. Á bak við tjöldin var að gerast það, að Bandaríkin voru að setja Bretum kosti, einn af þeim mörgu kostum, sem settir voru í sambandi við afhendingu ensku herstöðvanna í Ameríku til 99 ára, þá settu Bandaríkin Bretum þá kosti að afhenda Ísland úr brezku áhrifasvæði yfir í amerískt áhrifasvæði. 7. júlí komu Bandaríkjamenn hér á land, og 9. júlí skýrði Churchill frá þessu í brezka þinginu. Og þegar hann skýrði frá þessu í brezka þinginu, þá var hann ekki að segja frá því, að brezka ríkisstj. hefði látið skrifa ríkisstj. hér og sagzt fara burtu. Nei, hann sagði: Hernámið er framkvæmt af Bandaríkjunum til að framfylgja hrein-amerískri stefnu. — Og hann segir: Þessi ráðstöfun amerískrar stjórnarstefnu er því í fullu samræmi við brezka hagsmuni, og við höfum ekki séð ástæðu til þess að hafa á móti henni. Satt að segja sé ég ekki, að við hefðum aðstöðu til þess með tilliti til heimboðs þess, sem íslenzka ríkisstj. hefur sent Bandaríkjunum. Við ættum hins vegar enn sem komið er að halda her okkar á Íslandi. — Churchill var að tala við sína íhaldsþingmenn. Hann segir við þá: Íslenzka ríkisstj. hefur beðið Bandaríkin um að koma hingað með sinn her. Ég sé því miður ekki, að við getum haft neitt á móti því. — Honum var ljóst, að imperíalistarnir brezku vissu ósköp vel, að það var verið að kúga þá til þess að láta Ísland af hendi við Bandaríkin. Hann vissi, við hverja hann var að tala. Hann var raunsær, en beygði sig eins og hæstv. forsrh. Ég hitti brezkan þingmann þá í tugthúsinu, sem ég var í þessa daga, — það var þingmaður Kommúnistaflokksins, Galagher, — og ég spurði hann, hvernig þingmönnum Labour party hefði verið við, þegar Churchill gaf þessa yfirlýsingu. Og hann sagði: Þeir voru brosandi út undir eyru. Þeir héldu, að Ameríkumenn væru að hjálpa okkur. En brezku íhaldsþingmennirnir voru þannig útlítandi, að Churchill varð að segja: Ég var neyddur til þess að láta þetta af hendi, en ég ætla að reyna að hafa herinn áfram á Íslandi samt. — Það var raunsæ afstaða hjá foringja brezku borgarastéttarinnar, en brezki verkamannaflokkurinn var fullur tálvona og hugmynda um, hvað var að gerast. Hann hélt, að þetta væri hjálp.

Mér finnst það vera það sama, sem kemur fram í dag hjá þessum tveim hæstv. ráðherrum. Hæstv. forsrh. vill sem foringi íslenzku borgarastéttarinnar beygja sig fyrir því, sem peningavaldið úti í heimi álítur óhjákvæmilegt, ef Ísland eigi ekki að halda enn þá lengra til austurs, en hæstv. viðskmrh. heldur með öllum sínum rómantísku tálvonum, að þessir herrar í París séu að hjálpa okkur. Nei, þeir eru að kúga okkur, og þetta er fyrsta kúgunarkerfið, sem þeir eru að þvinga upp á okkur, brjóta niður okkar eigin sjálfstæðu efnahagsstefnu, setja 800 millj. kr. sem hengingaról um hálsinn á okkur til þess að brjóta niður þau viðskipti austur á bóginn, sem við erum að byggja upp. Og hann heldur, að þetta séu vinir okkar, vestrænir vinir, sem séu að hjálpa okkur, — hjálpa okkur til að fá atvinnuleysi yfir okkur aftur, hjálpa okkur til, að fiskimjölið geti fallið í verði, hjálpa okkur til, að við hendum út síldarmjölinu, síldarolíunni og öðru slíku fyrir það verð, sem þeim þóknast, hjálpa okkur til að láta Unilever einu sinni enn spenna sínar helgreipar um okkur.

Nei, við skulum ekki vera að nota orð eins og fyllsta réttlæti í sambandi við þessa hluti. Það er um allt aðra og harðvítugri hluti hér að ræða, og það þurfa þeir menn að gera sér ljóst, sem mæla með því við íslenzku þjóðina, að hún taki þetta kerfi upp. Það er engin þörf á því að gefast upp, engin þörf á því að gefast upp nú frekar en var 1944, — ekki nokkur þörf. Það eru alveg sömu möguleikarnir fyrir Ísland að reka sína sjálfstæðu efnahagsstefnu og halda uppi og bæta þau lífskjör, sem við höfum í landinu. Og Ísland mun ekki gefast upp. Alþýðan á Íslandi mun ekki gefast upp. Hún mun berjast. Hún mun berjast á móti því kúgunarkerfi, sem á að innleiða. Hún hefur gert það áður, og hún getur gert það enn.

Vill hæstv. ríkisstj. í raun og veru heldur halda fast við og reyna að þvinga upp á þjóðina þessu kúgunarkerfl og bíða þangað til allt logar í verkföllum og vinnudeilum og stöðvunum heldur en taka sönsum í tíma og skilja, að þetta er ekki hægt að bjóða íslenzkri þjóð? Ég er ekki með þessu að segja, að það séu einvörðungu þær voldugu auðvaldsstofnanir í París og New York og ICU og Alþjóðabankinn, sem standa að þessu. Ég veit ósköp vel, að það eru nokkrir, örfáir menn hér heima, sem líka langar í þetta. Einn þeirra, ríkasti maðurinn á Íslandi, sem mest hefur grætt á verðbólgunni, gat meira að segja ekki dulið sína tilhlökkun. Slíkir menn hlakka til. Þeir vilja með þessu frv., ef að lögum yrði, láta afhenda sér íslenzkt atvinnulíf undir sitt yfirræði til gróðamyndunar fyrir sig án tillits til nauðsynjar þjóðarinnar. Þeir vilja fá yfirleitt aftur það ástand, að þeir geti gert togarana út t.d. 100 daga á ári og séu ekki skuldbundnir af neinum uppbótum og neinum samningum við neina ríkisstjórn um að gera út árið um kring.

Hæstv.. ríkisstj. lætur í það skina í umr. og í grg. þessa frv., að hún ætli ekki að skipta sér af, þó að það verði vinnustöðvanir. Hún álítur sér það óviðkomandi, það sé mál atvinnurekendanna og verkamannanna að gera út um sín á milli. Í fyrsta lagi, mundi nokkur ríkisstj. sitja hér aðgerðalaus, ef hér logaði allt í verkföllum eða verkbönnum eða vinnustöðvunum? Nei, það er ekki til neins að gefa neinar yfirlýsingar um það. Það er ekki til neins. Svo ábyrgðarlaus ríkisstj. hefur aldrei setzt að völdum á Íslandi.

En í öðru lagi, er það meiningin hjá hæstv. ríkisstj. að láta það afskiptalaust, hvað atvinnurekendur og verkamenn gera? Má ég þá spyrja hana: Geta ekki verkamenn á Íslandi þá fengið lánað allt það fé, sem lánað er úr bönkum Íslands til þess að reka fyrirtæki á Íslandi? Af hverju á að lána einstökum atvinnurekendum það, sem ekki eiga einu sinni þessi fyrirtæki þannig, að þeir eigi allt það stofnfé, sem í þeim er, hvað þá að þeir hafi rekstrarfé til þeirra? Er þá máske einhver skuldbindingin í sambandi við OEEC-lánið, að það séu einkaatvinnurekendur, sem eigi að reka þetta? Því má ekki láta alla einkaatvinnurekendur á Íslandi borga allar skuldir hjá ríkisbönkunum og lána bæjarfélögum og verkalýðsfélögum Íslands þetta fé til að reka fyrirtækin? Á að innleiða með þessu kerfi einræði braskaranna á Íslandi, einræði nokkurra sérréttindamanna, þeirra sérréttindamanna, sem hafa það góð sambönd í bönkunum, eru það vel tengdir þeim, sem hafa völdin, að þeir sitji fyrir lánunum? Eiga ríkisuppbæturnar, sem hingað til hafa verið, að koma fram í formi ríkislána, lána ríkisbankanna, og er þá ekki sama ábyrgðin fyrir ríkið og ríkisstj. og áður? Hver er reynslan, þegar lánin hafa verið veitt þannig til einkaatvinnurekendanna? Það er ekki til neins að vera að tala um hér á Íslandi einkaatvinnurekstur sem eitthvert ríkjandi skipulag. Það er ekki til neins að ætla að neyða upp á okkur því fyrirkomulagi, sem er orðið meira en aldargamalt úti í Bretlandi eða Frakklandi. Það gerir ekkert annað en það að vera að gera tilraun til þess heldur en að skapa ófrið hjá þjóðinni, taka eina kollveltu í verðbólgunni enn þá.

Hvaða maður í landinu haldið þið í dag að hafi trú á því, að þessi gengisbreyting sé sú síðasta á Íslandi? Fyrir tíu árum var gengið lækkað. Við höfum sagt hvað eftir annað, að það væri stefnt að því af ákveðnum mönnum að lækka það, og nú er verið að gera það, — og hvað er látið í veðri vaka? Við, sem munum eftir gengislækkuninni 1950, munum svo sem, hvaða klásúla fylgdi henni upphaflega frá Alþjóðabankanum. Í 2. gr. frv., sem var lagt fyrir þá, stóð, að í hvert skipti, sem kaupgjald hækkaði á Íslandi, skyldi bankinn, Seðlabankinn, lækka gengi krónunnar, og þessi hótun fylgdi með frá Alþjóðabankanum, að það átti að nota gengisskráninguna sem kaupkúgunartæki, — og það skyldi þó aldrei vera meiningin í dag líka, þó að það sé ekki sagt?

Hæstv. forsrh. talaði um, að það hefði verið óskapleg fyrirhöfn í sambandi við okkar efnahagsmál á undanförnum árum. Mér finnst þetta vera umskapað efnahagskerfi frá ári til árs. Það skyldi þó aldrei þurfa að breyta genginu? Hvernig er með gengi í því frjálsa hagkerfi? Af hverju skapaðist það gengi? Ég hef satt að segja aldrei nokkurn tíma séð í neinum vísindalegum bókum borgaralegum um hagfræði haldið fram þeim grundvelli, sem hér er reiknaður út fyrir gengið, að það sé reiknað út eftir þörfum bátaútvegsins í einu ákveðnu landi, hvað gengið eigi að vera. Í því frjálsa hagkerfi hélt ég, að það færi fyrst og fremst eftir framboði og eftirspurn. Það þykir hið almenna lögmál þar. En við skulum ekki fara út í það. Það stendur allt jafnsótvitlaust í þessari hagfræði. Það er von, að hæstv. forsrh. vitni stundum í orðatiltækið „haugalygi er hagfræði“. (Forsrh.: Ég breyti því: Haugalygi er kommúnismi. ) Nei, það gerir hann nefnilega ekki. Það færist alltaf nær og nær honum, þegar hann fer eitthvað að hugsa um hann, en hann gefur sér of sjaldan tíma til að hugsa.

Það væri gaman að vita, hvernig væri með gengið. Skyldi þetta gengi eiga að vera fast fyrir næstu 10 ár? Skyldi vera meiningin að endurskoða það frá ári til árs? Skyldi vera meiningin að láta framboð og eftirspurn ráða því, eða er meiningin að láta rekstur bátaútvegsins ráða því? Hvaða lögmál eiga að gilda þarna? Það er að vísu mjög mikil fyrirhöfn frá ári til árs hér á Íslandi að ræða um efnahagsmál og finna út ný efnahagskerfi. En satt að segja tel ég það ekki eftir hvorki hæstv. ráðh. né alþm. að leggja það á sig einu sinni á ári að finna út, hvaða kerfi getur passað bezt, til þess að þjóðinni geti liðið vel. Til þess eru þeir kosnir á þing. Ég held, að það geri ekkert til, þótt þurfi að endurskoða það frá ári til árs og breyta því, svo að það passi sem bezt fyrir þarfir þjóðarinnar. Til þess eru þeir kosnir að stjórna þessum þjóðarbúskap og læra af því, sem gert er.

Hæstv. forsrh. sagði, að það ætti að leitast við að dreifa byrðunum, svo að launþegarnir gætu unað við það. Þýðir það, að Einar Sigurðsson eigi að borga allar þær skuldir, sem hann er nú í við bankana, og það eigi að lána verkalýðssamtökunum það, til þess að þau geti kannske keypt einhver hraðfrystihús og rekið? Eða á máske að láta þá, sem hafa komizt nógu langt inn í bankana núna, eins og ríkasta mann landsins, fá að bæta þar meira við, af því að hann er voldugri, — það er ósköp gott að lána þeim, sem ríkir eru, frá fjárhagslegu sjónarmiði, venjulega það öruggasta, — og svo eigi hann að fá það í viðbót, að það eigi að halda laununum niðri í helmingnum af því, sem fátækustu verkamennirnir í Ameríku hafa? Er það þetta, sem á að heita að dreifa byrðunum jafnt? Eiga hraðfrystihúsin að fá að ákveða verðið til bátanna? Það er ekki eitt einasta orð um, hvað bátarnir eigi að fá. Á það að vera einræði hraðfrystihúsanna, hringanna, sem nú eru að skapast á Íslandi, gagnvart sjómönnum og smáútvegsmönnunum, sem þarna á að ráða? Er það lýðræðið í þessu, sem á að koma? Hingað til hefur verið reynt að skapa þarna öryggi, afkomuöryggi, ákveðið verð. Meira að segja eftir að nýsköpunarstjórnin var drepin, tókst þeim þó að koma því á og fá raunar allt Alþ. nema einn mann til þess 1946 að taka ábyrgð á því, hvað íslenzkir sjómenn fengju fyrir sinn fisk. Og þar með var stórt spor stigið til þess að tryggja afkomu manna á Íslandi og tryggja afkomu íslenzks sjávarútvegs. Nú á að afnema þetta. Nú á að vera alræði Einars Sigurðssonar og annarra verðbólgubraskara, þeirra sem hafa sölsað undir sig hraðfrystihúsin, hvað sjómennirnir og útvegsmennirnir fái fyrir sinn fisk. Verður ekki eitt það fyrsta, sem við fáum upp úr þessu, verkfall hjá sjómönnunum, útvegsmönnunum og verkamönnunum?

Þá er grundvöllur útreikningsins. Ég minntist á það hér áðan, að það væri tekið hér fram, að gengið á íslenzkri krónu væri miðað við það, að báturinn, rekstur hans, gæti hugsanlega fengið sama út og hann fengi núna með uppbótunum, — ég segi: gæti hugsanlega, vegna þess að hann fær enga tryggingu fyrir því. Það er reiknað með því, hvað báturinn mundi núna fá með tryggingunum, og gengið síðan reiknað eftir því, en bátnum er engin trygging gefin fyrir því, að hann fái þetta. En má ég spyrja og þá helzt hagfræðiprófessorinn, hæstv. viðskmrh.: Hvenær hefur það tíðkazt að fara að skrá gengi, ef menn ætla að fara inn í frjálst hagkerfi, út frá þessu sjónarmiði? Hver segir, að rekstur bátaútvegs á Íslandi í dag með allri þeirri yfirbyggingu, sem er í íslenzkri veltu, í íslenzku þjóðarbúi, sé það hagrænasta til þess að miða við upp á að skapa rétt verð á íslenzkum gjaldeyri? Ef gjaldeyrir hefði farið eftir framboði og eftirspurn hér á Íslandi um langan tíma, hefðu verið allt aðrir rekstrarhættir en nú eru í útveginum. Það hefði leitt af því harðvítuga hringamyndun, ef þetta hefði verið í alveg frjálsu kapítalísku hagkerfi, það hefði leitt af því auðhring, þar sem fisksalan, olíukaupin, veiðarfærakaupin, eignir hraðfrystihúsanna og annað slíkt væri sameinað í einum hring, sem að vísu mundi reka þessar eignir mjög praktískt, því að það væru fáir, sem þarna réðu, og þrauthugsað skipulag á frá sjónarmiði þeirra kapítalista, sem ættu þetta. Og það, sem þá mundi koma út með gengið, mundi náttúrlega vera allt annað en þarna er talað um. Það, sem hefur vantað á Íslandi undanfarið, þessa áratugi, sem allt þetta haftakerfi hefur verið, það er, að unnið væri skipulega að því í þjóðarbúinu að gera allan reksturinn hagkvæmari, án þess að það, yrði einræði auðhringa í því þjóðfélagi, og það var ekki hægt með öðru en .þjóðnýtingu á stórum sviðum, fyrst og fremst í innflutnings- og útflutningsverzluninni. Þess vegna er allur sá grundvöllur, sem talað er um í gengisskráningunni hérna, ekkert annað en hagsmunakrafa voldugustu auðmannanna innanlands, en þó alveg sérstaklega voldugustu auðhringanna erlendis.

Það var talað hér áðan af hálfu hæstv. forsrh. um misrétti haftakerfisins. Vissulega, ekki skal ég mæla því bót. En dettur hæstv. ríkisstj. í hug, að bankakerfið og lánakerfið hafi ekkert misrétti í sér, og það er það, sem kemur til með að eiga að stjórna eftir þetta? Að svo miklu leyti sem það ekki stjórnaði, halda menn þá, að vald hinna einstöku atvinnurekenda sé ekki neitt misrétti heldur? Nei, við skulum ekki vera með neinar tálvonir um neitt slíkt.

Þá sagði hæstv. forsrh., að nú væri verið að leggja traustari grundvöll að okkar efnahagslífi og við mundum í framtíðinni geta búið við góð kjör. Hvar eru rökin fyrir því, að með því að fara yfir í þetta frjálsa efnahagskerfi svokallaða, þetta kúgunarkerfi, sem ég mundi kalla það, þetta kúgunarkerfi peningavaldsins, — hvar eru rökin fyrir því, að við eigum í vændum traustari efnahagslegan grundvöll? 1944, þegar við gerðum okkar ráðstafanir viðvíkjandi togarakaupunum, gátum við sagt við þjóðina: Þetta hérna er fram undan. Það eru fram undan 32 togarar, sem sigla inn og verða grundvöllur fyrir þjóðina, af því að þeir afla fisks. — Við gátum sagt þann dag, sem nýbyggingaráð afhenti Eimskipafélagi Íslands 7 millj. dollara til þess að kaupa skip fyrir: Hér er flutningaskipafloti, sem getur flutt okkar fisk. — Hvað getur hæstv. ríkisstjórn sagt í dag? Hvar eru rökin fyrir því, að við eigum von á einhverju til þess að vera undirstaða fyrir okkar atvinnulíf? Við höfum reynsluna af því, þar sem einkaatvinnurekendurnir hér á Íslandi byggja ekki atvinnulífið upp. Það var líka sagt 1950, þegar gengið var lækkað, að allt ætti að verða frjálst og nú mundi allt saman blómgast, nú væri verið að bjarga þjóðinni frá atvinnuleysi og hörmungum. Og hvað varð? Þeir höfðu peninga og lögðu þá í sína frægu 5000 bíla, en enga togara.

Hæstv. ríkisstj. getur ekki sýnt neitt annað fram undan heldur en minnkun á öllum framkvæmdum. Af hverju? Af því að það, sem hún er að byggja á í þessum hlutum, eru vonir, vonir um, að íslenzkt eða útlent auðvald fari að leggja í einhverja ákveðna hluti. Reynsluna af íslenzka auðvaldinu höfum við. Hvað gerir það? Það var nógu erfitt að fá þá ríku til þess að leggja í togarana hérna á árunum, þó að maður lánaði þeim frá ríkinu 75%. En ef þeir eiga nú að leggja alla peningana sína í það og fá ekki neitt að láni, — mér er sem ég sjái þá. Nei, þeir gera það ekki. Og þeir útlendu. Er það máske allt, sem byggt er á í þessu, að útlendu auðvaldi finnist Ísland svo girnilegt, eftir að þetta kúgunarkerfi væri komið, að þeir vildu koma hingað? Það væri viðkunnanlegra, að menn segðu það, ef menn búast við því. Það hafa einstaka menn komið fram með hugmyndir um það hérna. Ég held satt að segja ekki, að þær hugmyndir eigi mikið fylgi hjá þjóðinni, og því síður, að það yrði henni til gæfu, ef slíkt væri gert. Við höfum enga von um sérstakan efnahagsgrundvöll, sem skapaðist með þessu, engan. Við höfum aðeins von um atvinnuleysi, um kreppu, um öryggisleysi, ef við hættum .við þá stefnu að stjórna okkar eigin þjóðarbúskap sem einni sjálfstæðri heild.

Hæstv. forsrh. sagði: Við getum þá slegizt í fylgd með fjölmörgum þjóðum. — Já, það er nú það. Það er nú svo girnlegt. Þessar þjóðir, sem hafa haft síaukið atvinnuleysi hjá sér undanfarið, látið sinn verkalýð, eins og í Frakklandi, búa við lélegri kjör en hann hafði fyrir stríð, það eru þjóðirnar, sem við eigum að slást í fylgd með.

Nei, við skulum heldur reyna að halda hópinn hérna, Íslendingar, og stjórna sjálfir okkar landi og ekki láta okkar land verða efnahagslegan hluta úr neinu öðru. Við höfum getað stjórnað okkar landi betur en aðrar þjóðir hafa stjórnað sínu. Það að verða í smávandræðum með reikningsfærslu um hver áramót, það er ekki hið hættulegasta. Meðan enginn þarf að svelta, meðan enginn þarf að ganga atvinnulaus, þá eigið þið að geta klárað þetta bókhald, og hagfræðingar eru ekki of góðir til þess. Það, sem gildir hjá einni þjóð, er að sjá um, að hún geti lifað og lifað vel í sínu landi. Ef hún verður að endurskoða bókhaldið frá ári til árs, þá er það engin voðaleg fyrirhöfn. Ef hún ætlar að sleppa þeirri endurskoðun til þess að láta svo og svo marga svelta, til þess að svipta svo og svo marga íbúðum sínum, til þess að reka svo og svo marga út á gaddinn, til þess að láta ungu mennina fá að kynnast atvinnuleysinu, eins og það var hér 1930–40, ef það er meiningin að leiða það yfir okkur; þá er betra að una við vitlausa bókhaldið og endurskoða það frá ári til árs, meðan við höfum ekki þrek í okkur og skilning til þess að stíga spor áfram.

Hæstv. forsrh. bað um skilning þjóðarinnar. Dettur honum í hug, að þjóðin skilji, — mér liggur við að segja: skilji nokkurn skapaðan hlut í því, sem hann skilur ekki sjálfur? Hér er búið að hringsnúa tölum, eins og ég veit ekki hvað, og ef við hér innan þessara þingsala getum ekki einu sinni komið okkur niður á neinar tölur, eftir hverju haldið þið þá að fólkið dæmi? Haldið þið, að það dæmi eftir þessum tölum, sem verið er að hringsnúa? Nei, það dæmir þetta kerfi af afleiðingunum og dauðadæmir það strax af afleiðingunum, — það dæmir það af afleiðingunum, af atvinnuleysinu og kaupkúguninni, sem í því felst.

Hæstv. forsrh. sagði, að valið væri vandalítið, þetta væru svo greinargóðar upplýsingar. 1950 var ég í fjhn. þessarar hv. deildar, og þá yfirheyrðum við Benjamín, og við spurðum hann út af fiskverðinu, og hann var svo mikill klaufi, að hann lét það meira að segja koma fram. Ég býst við, að við yfirheyrum Jónas Haralz núna og kannske viðskmrh. hæstv., og ég veit ekki, hvort okkur tekst að pína fiskverðið upp úr þeim núna. En eitt tekst okkur áreiðanlega að pína upp, og það eru yfirlýsingarnar um, að það verði ekki atvinnuleysi. En hvernig var það eftir 1950? Það voru komnir 2000 atvinnulausir verkamenn hér eftir eitt ár. Hvað var þá gert hér í þingsölunum? Þá barði hæstv. þáv. viðskmrh., Björn Ólafsson, bara höfðinu við steininn og sagði: Það er ekkert atvinnuleysi. — Og verkamenn urðu að fara frá höfninni upp í Arnarhvol til þess að sýna honum atvinnuleysið í Reykjavík. Ég held, að það sé betra fyrir hæstv. ríkisstj. að stanza í tíma, áður en það verður að fara að sanna henni á sama hátt. Eða er það kannske vonin, að atvinnuleysi eigi að verða og verða svo mikið, að takist í krafti þess að halda kaupkúguninni við? Þeim í OEEC og Alþjóðabankanum er áreiðanlega ljóst, að kaupkúgun verður ekki við haldið í þjóðfélagi, þar sem ekkert atvinnuleysi er til. Atvinnuleysið er skilyrðið til þess að geta kúgað kaup.

Atvinnuleysissvipan er nauðsynlegt tæki fyrir harðstjórn peningavaldsins, þar sem á að koma því á. Og spurningin, sem liggur í dag fyrir Alþingi Íslendinga, er, hvort það eigi að koma þeirri harðstjórn peningavaldsins á, og það er bezt að gera sér það ljóst, áður en lagt er út í aðgerðir, því að ég gæti trúað, að meira að segja hæstv. núv. ráðherrum sjálfum mundi ógna, þegar þeir sæju framan í þær afleiðingar, sem þetta kerfi mundi hafa, ef það væri sett á. En þá er búið að vinna það tjón að brjóta enn einu sinni niður gengi íslenzku krónunnar, taka enn eina kollveltu verðbólgunnar á Íslandi. Hitt er ljóst, að það, sem gerist, ef þetta frv. verður samþykkt, það er, að á grundvelli loginna skýrslna og erlendra fyrirskipana verður fátækt leidd yfir stóran hluta þjóðarinnar, og það er gegn því verki, sem íslenzk alþýða mun rísa upp.

Þetta kerfi, ef það verður samþykkt, mun brotna, og það er aðeins til bölvunar að reyna að setja það á. Það er ósvífið að ætla að stela af fátækum verkamönnum til þess að afhenda bröskurum þjóðfélagsins og beita jafnvel ríkisvaldinu og bankavaldinu til þess að geta gert slíkt. Það er illt verk gagnvart afkomu íslenzkrar alþýðu og gagnvart efnahagslegu sjálfstæði íslenzks þjóðarbúskapar að taka upp þetta kúgunarkerfi hér á Íslandi.

Það er talað um það sem vandamálið í skýrslum hagfræðinganna og þeirra lærðu manna, sem fjalla um okkar mál úti í heimi, að lífsafkoman á Íslandi hafi ekki verið í samræmi við framleiðslugrundvöllinn. Það er oft nokkuð rétt í því. En spurningin, þegar samræmi er ekki þar á milli, er, hvað eigi að gera.

Það er hægt að gera tvennt. Það er hægt að minnka eða lækka lífsstandardinn, rýra lífsafkomuna, og það er hægt að auka framleiðslugrundvöllinn.

Sú leið, sem hæstv. ríkisstj. er að fara inn á með þessu kúgunarkerfi, er að rýra lífsafkomuna, lækka lífsstandardinn, ekki að auka framleiðslugrundvöllinn. Hún vill láta það ráðast af okkur framandi öflum, af viðskiptalögmálum stórrar efnahagsheildar, sem hún vill innlíma okkur í, hvort framleiðslugrundvöllur á Íslandi eykst eða ekki. Hún vill láta það verða komið undir lögmálum, gróðalögmálunum, gróðavonum þessa alþjóðlega peningavalds, hvort framleiðslugrundvöllur á Íslandi vex eða ekkí. Það þýðir, að ríkisstj. er að fara þá leið að reyna að skapa jafnvægi fátæktarinnar, lækka lífsstandardinn. Ráð okkar, ráð verkalýðshreyfingarinnar hafa alltaf verið þau, þegar misræmi er á milli lífsstandards og framleiðslugrundvallar, að bæta framleiðslugrundvöllinn, að stórauka framleiðslugrundvöllinn. Það var ráðið, sem við gripum til 1944. Það var ráðið, sem vinstri stjórnin reyndi líka. Það er ráðið, sem alltaf hefur verið reynt, þegar verkalýðshreyfingin hefur haft einhver áhrif á ríkisstjórnina á Íslandi. Þegar Sjálfstfl. og Framsfl. voru hins vegar saman í stjórn í sjö ár, þá prófuðu þeir hitt, með þeim afleiðingum, að okkar fiskiskipaflota var varla haldið við.

Íslenzkur þjóðarbúskapur verður að fara þá leið, ef hann ætlar að halda uppi lífsstandardi þjóðarinnar og bæta hann, að auka framleiðslugrundvöllinn. Við megum aldrei láta undan því að rýra þennan framleiðslugrundvöll. Við verðum að pína okkur undir drep til þess að auka hann, og við getum það. Þegar við verjum á einu ári 1600 millj. í fjárfestingu, þá er eina spurningin, hvað mikið af þessum 1600 millj. við setjum í það, sem eykur framleiðslugrundvöllinn.

Vitleysan í okkar þjóðarbúskap á undanförnum árum hefur verið sú, að við höfum ekki tekið ákveðið hlutfall af þessu og sagt t.d.: 500 millj. af 1600 milljónum setjum við í sjávarútveginn, sem veitir gjaldeyri, og annað, sem sparar gjaldeyri, stórvirk framleiðslutæki á þessum sviðum. Slíkt hefðum við ekki getað gert nema með skipulögðum þjóðarbúskap. En hefðum við sett 500 millj. kr. eða sem samsvaraði því, — ég miða þetta við árið 1957, — í slík stórvirk tæki, þá hefði íslenzkur þjóðarbúskapur staðið undir miklu hærri lífsstandard en við höfum í dag. Það, sem okkur hefur skort allan þennan tíma, er að stjórna þessari fjárfestingu af viti og framsýni, og eins og gefur að skilja, það getur því aðeins gerzt, að ríkið hafi tökin á þessu.

Þegar talað hefur verið um verðbólgu á undanförnum árum, hefur stundum eins og verið látið í það skína, að það væri að einhverju leyti vísitölunni eða verkalýðshreyfingunni að kenna. Það er ósatt, algerlega ósatt. Kaupgeta verkalýðsins er í dag jafnvel minni en hún var fyrir 12 árum. En sú stétt, sem hefur haft öll völd hér á Íslandi, sem hefur haft ríkisvaldið, hún hefur notað aðstöðuna til þess að hækka vöruverð, ef kaupið hefur hækkað, í staðinn fyrir að knýja atvinnurekendurna í þjóðfélaginu til þess að gera sífellt endurbætur á sínum rekstri og skipulagningu sinna fyrirtækja til þess að standa sem mest undir hækkandi kaupi hjá fólkinu. Atvinnurekendastéttinni hefur verið leyft að velta þessu af sér yfir á almenning. Þannig hefur verðbólgan myndazt.

Hæstv. viðskmrh. var að tala um kjaraskerðingu 1958 og nú og vildi jafnvel bera saman, að sú skerðing, sem þá varð um vorið, væri jafnvel meiri en sú, sem nú væri lagt til. Er hæstv. viðskmrh. ekki ljóst, að samkv. útreikningum ríkisstj. og hennar hagfræðinga verður raunverulega 14% launalækkun t.d. hjá öllum einhleypum iðnverkakonum og öllum þeim, sem svipað eru settir, að hjá hjónum með kannske 50 þús. kr. tekjur verður líka svona lækkun, 14% launalækkun? Það er gífurleg launalækkun, sem í þessu felst. En af hverju er hæstv. viðskmrh. að minna á þetta? Þessi litla launalækkun, sem hann var að tala um vorið 1958, hvernig fór um hana, hvernig svaraði verkalýðurinn því, hvað stóð það lengi? Hvað heldur hann, að þessi standi lengi, miklu stærri, miklu óréttlátari, miklu hættulegri? Er hann búinn að gleyma því, að sú kjaraskerðing var þurrkuð burt af verkalýðnum? Hann vildi ekki una því að bera einn fórnirnar. Heldur hann, að hann uni því frekar núna að bera stærri fórnir, sem fela í sér hættuna á atvinnuleysi? Ég er hræddur um, að hæstv. viðskmrh. ætti að gera sér ljóst, að það þýðir lítið að bera saman við þá kjaraskerðingu. Hún var þurrkuð út, og þessi verður þurrkuð út líka, ef henni verður skellt á.

Hæstv. viðskmrh. sagði líka, að launahækkanirnar 1958 hefðu verið óraunhæfar. Hver segir, að þær hefðu verið óraunhæfar, ef það hefðu verið gerðar slíkar skipulagsbreytingar í þjóðfélaginu, að þjóðarbúið hefði verið gert fært um að bera þær? Eins og þurfi nokkur maður að segja mér, að það hafi ekki verið hægt að bæta kaupgetu tímakaups verkafólks á Íslandi um 10% á 12 árum undanfarið? Jú, en til þess þurfti að gera ákveðnar breytingar á þjóðfélaginu, og það er á móti þeim breytingum, sem hefur verið staðið, þeim skipulagsbreytingum, sem voru nauðsynlegar. En heldur hæstv. viðskmrh., að verkalýðurinn sætti sig við það, þó að hann hafi ekki haft pólitískt afl til þess að koma fram þeim skipulagsbreytingum, sem væru skynsamlegar og réttlættar af þjóðfélaginu, að láta afleiðingarnar af allri vitleysu og óréttlæti auðvaldsskipulagsins bitna á sér í lækkuðu kaupi, meðan hann hefur frelsi til þess að berjast fyrir að hækka það? Eins og allur gróði og öll eyðsla yfirstéttarinnar hér eigi að lenda á verkamannastéttinni? Heldur hæstv. viðskmrh., að það sé svo sérstaklega girnilegt, t.d. með olíuhneykslið núna að fara út til verkamanna hérna og segja: Blessaðir fórnið, fórnið þið, það dugir ekki að fara að þjóðnýta olíuhringa, það dugir ekki annað en olíuhringar fáí að græða 40–50 millj. kr. á ári, það dugir ekki annað en bankarnir komi út með sínar 60–70 millj, kr., en verkamaðurinn eða verkakonan, sem hefur 3000 kr. laun, á að lækka, lækka um 14%? Og er hæstv. viðskmrh. ljóst, hvað konurnar, svertingjakonurnar í Suður-Afríku, eru að berjast fyrir að fá í laun í dag? 1 pund á dag. Það er sama kaupið og hann ætlar iðnverkakonunum hérna, þeim sem hafa 3000 kr. laun núna, að bera. Niður á þetta stig er verið að setja íslenzkan verkalýð.

Það er vitanlegt, að engin varanleg lausn fæst á íslenzkum þjóðarbúskap, fyrr en stigin verða þau spor að þjóðnýta í fyrsta lagi innflutnings- og útflutningsverzlunina. Það er búið að vera meinið í íslenzkum þjóðarbúskap nú í meira en 25 ár, hvernig fjármagnið hefur streymt til verzlunarinnar og ekki til útgerðarinnar. Það eru stórar pólitískar breytingar, sem þarf til slíkra hluta. En meðan þær eru ekki gerðar, þá er ekkert réttlæti í því að ætlast til þess af íslenzkum verkamönnum, að þeir beri afleiðingarnar af því, að íslenzk auðmannastétt vill hamstra til sín svo gífurlegan gróða og halda uppi svo miklu verzlunarbákni, að það sligar þjóðina.

Hæstv. viðskmrh. sagði, að með afnámi vísitölunnar væri verið að afnema byrði, skildist mér. Vísitalan hefur ekki verið byrði fyrir bú hins íslenzka launþega. Ég er hræddur um, að prófessorinn hafi komið upp í honum og hann hafi hugsað full-teoretískt um efnahagskerfi sitt, þegar hann fór að tala um, að það væri byrði. Vísitalan hefur verið eina trygging þess fátæka manns á móti gerræði yfirvalda, á móti því gerræði að hækka vörur, jafnvel oft að tilefnislausu. En var það rétt, sem mér heyrðist hæstv. viðskmrh. segja, að það væri stefna Alþfl. að hafa stöðuga atvinnu á sem hæstu kaupi, — var það rétt? Heyrði ég það rétt? Ef það er stefna Alþfl., hvaða stefnu er þá hæstv. viðskmrh. að framkvæma með þessu frv.? Hann er að lækka kaupið niður fyrir nokkuð, sem þekkist í okkar nágrannalöndum, og koma á atvinnuleysi um leið, sem tekizt hefur að halda frá þjóðinni með öllu því voðalega uppbótakerfi, sem á að fara að kasta.

Og þá var minnzt á það hérna áðan um æskuna. Ef til vill gerði það ekkert til, sagði einn ráðh., þó að hún ætti eftir að lifa það að færast í fang ýmiss konar erfiðleika í sambandi við að koma þessu efnahagskerfi á. — Jæja, er hæstv. ráðh. meira að segja farið að skiljast, að það muni verða nokkuð miklir erfiðleikar, sem verða leiddir yfir einstaka borgara þjóðfélagsins með þessum ráðstöfunum? En halda þeir, að það sé nokkur tilhlökkun fyrir þá æsku, sem nú er að skapa sér heimili, hefur undanfarið verið að reyna að byggja sér sæmileg híbýli, jafnvel 3–4 herbergja, að eiga nú að fara að búa í kannske einu herbergi með aðgangi að eldhúsi eða eitthvað annað slíkt, að eiga að snapa eftir vinnu niðri á hafnarbakka og snúa stundum atvinnulaus heim, eins og gert var forðum daga? Höfum við ekki verið að berjast í 20 ár, til þess að okkar börn, sem eru að vaxa upp, þyrftu aldrei að horfast í augu við það, sem við þekktum? Á nú að fara að gera það að gamni sínu til þess að þjóna einhverju skurðgoði að leiða þessi vandræði, sem við höfum verið að reyna að berjast við að útrýma allan þennan tíma, yfir unga fólkið, sem nú er að vaxa upp? Og finnst mönnum það viðeigandi á þeim tímum, þegar mannkynið ræður það vel yfir náttúruöflunum og búið að finna upp tæki, sem geta skapað allsnægtir handa öllum, að það sé verið að innleiða kerfi, sem mundi þýða atvinnuleysi og skort handa þeim, sem ættu að geta búið við allsnægtir? Þetta er ekki neitt spursmál um uppeldi. Það er hægt að finna aðrar aðferðir til þess að ala upp heldur en þær að leiða að óþörfu fátækt og atvinnuleysi yfir menn.

Ég held, að þá hafi mikið af okkar starfi á þessum áratugum verið unnið fyrir gýg, ef það á nú að verða fagnaðarboðskapur, að unga kynslóðin sé ekkert of góð til þess að ganga í gegnum það, sem við þurftum að ganga í gegnum, þegar við vorum ung. En það er það, atvinnuleysið og fátækt, sem verður afleiðing þessara ráðstafana, ef þær verða samþ.

Ég get ekki betur en aðvarað þá hæstv. ríkisstj., sem nú stendur að þessum till. Ég hef reynt áður að aðvara, þegar ég hef álitið menn vera að fara inn á rangar brautir og stíga röng spor í stað þess að horfast í augu við erfiðleikana og skipuleggja íslenzka þjóðarbúið betur.

Við eigum að halda okkar sjálfstæði og halda okkar sjálfstæða þjóðarbúskap og þora að stjórna honum einir í okkar eigin þágu. Það fer margt forgörðum hjá okkur, og við gerum það kannske oft illa, en við eigum að reyna að bísa við að gera það áfram og gera það betur og læra af vitleysunum. Við eigum ekki að gefast upp. Við eigum ekki að láta innlima okkar land, okkar þjóðarbúskap í annað hagkerfi. Þá sláum við úr höndunum á okkur öll þau vopn, sem við höfum getað notað á síðustu áratugum til þess að skapa velmegun í þessu landi.

Hitt er mér ljóst, að Ísland getur ekki tekið stórfelldum framförum frá því, sem það hefur náð nú sem efnahagslega sjálfstætt ríki, nema með viturlega skipulögðum þjóðarbúskap í alþjóðar þágu og þá fyrst og fremst með heildarhagsmuni þjóðarinnar fyrir augum og einkum í sambandi við uppbyggingu atvinnuveganna. Það er slík heildarstjórn í þágu þjóðarinnar, sem hingað til hefur skort. Það er hún, sem þarf að koma á. Það væri spor fram á við, það væri spor, sem tryggði okkur gegn öllu atvinnuleysi, tryggði uppbyggingu atvinnulífsins, tryggði, að við réðum þeirri uppbyggingu sjálfir og hún væri í okkar eigin þágu, og tryggði um leið, að við gætum hagnýtt okkur alla þá viðskiptamöguleika, sem okkur standa yfirleitt til boða í heiminum. En þetta spor, sem nú er ætlað að stíga, það er spor aftur á bak, spor til að eyðileggja það, sem við höfum verið að gera á undanförnum árum, spor til að innlima Ísland í framandi hagkerfi, þar sem við erum háðir harðstjórn peningavalds og lögmálum kreppuþjóðfélags, sem við ráðum ekkert við.