06.02.1960
Neðri deild: 24. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 593 í B-deild Alþingistíðinda. (1997)

48. mál, efnahagsmál

Forseti (JóhH):

Mér þykir leitt, að ég hef þurft að reyna töluvert á þolinmæði þm. á þessum fundi, sem ekkert hlé hefur verið gefið á frá því hálftvö í dag. Ég freistaði þess í nótt sem leið eða undir morgun að ná samkomulagi um að samrýma það sjónarmið að koma þessu máli fljótt í gegn, en menn hefðu þó hæfilegan tíma til að fjalla um það. Kl. er nú hálfátta, en ég hef ástæðu til þess að ætla, að við getum lokið þessari umr, nú á skömmum tíma. Það eru 2 menn á mælendaskrá, hv. 4. landsk. og hv. 6. þm. Sunnl. Hv: 6. þm. Sunnl. hefur viljað sýna þá tilhliðrunarsemi að falla frá orðinu tll 2. umr., ef umr. yrði nú með þessu lokið, og er ég honum þakklátur fyrir það. Eins og nú standa sakir, þá geri ég ráð fyrir, að þetta verði síðasti maður á mælendaskrá, það er hv. 4. landsk., sem tekur nú til máls.