20.11.1959
Sameinað þing: 1. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (2)

Forseti setur þingið

Aldursforseti (GíslJ):

Forseti Íslands. Hæstvirt ríkisstjórn. Hv. alþingismenn. Ég vil leyfa mér að bjóða hæstv. ríkisstj. og alla hv. alþingismenn velkomna til þessa fyrsta þings, eftir að kosið hefur verið samkvæmt hinni nýju kjördæmaskipun. Fyrrverandi alþingis mönnum, sem sumir hverjir áttu hér langan og merkan starfsdag, sendi ég kveðju, óska þeim og fjölskyldum þeirra allra heilla og blessunar. Ég vil óska þess, að hér megi jafnan ríkja samstarf og samhugur til þess að leysa öll vandamál, svo að bezt verði fyrir Ísland og íslenzka þjóð. Til þess hjálpi oss guð.

Hæstv. forsrh. hefur kvatt sér hljóðs og tekur til máls.