16.02.1960
Efri deild: 23. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 938 í B-deild Alþingistíðinda. (2046)

48. mál, efnahagsmál

Forseti (SÓÓ):

Það er nú nokkuð liðið á fundartímann, enda þurfa þm. nú að hverfa frá í bili. Hæstv. forsrh. mæltist til þess í lok framsöguræðu sinnar, að mál þetta fengi nokkuð hraða afgreiðslu í þessari hv. deild. Ég vildi nú verða við þessum tilmælum hæstv. forsrh., án þess þó að gera neitt til þess, að hv. þdm. fái ekki tækifæri til þess að ræða málið, eftir því sem hugur þeirra stendur til.

Nú hefur hv. 2. þm. Vestf. (HermJ frestað sinni ræðu, og þar að auki eru tveir hv. þdm. á mælendaskrá, og ef til vill eru fleiri, sem ætla sér að taka til máls við þessa umr. Ég mun því fresta þessum fundi nú þangað til kl. 9 í kvöld til þess að freista þess þá að ljúka þessari umr., ef mögulegt er, og koma málinu til nefndar. Fundinum er þá frestað til kl. 9 í kvöld. — [Fundarhlé.]