19.02.1960
Efri deild: 26. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1096 í B-deild Alþingistíðinda. (2081)

48. mál, efnahagsmál

Forseti ( SÓÓ ):

Þá hafa ekki fleiri kvatt sér hljóðs, og er umr. lokið. Það hefur verið farið fram á það við mig, að ég gæfi smáfundarhlé núna. Ég sé ekki ástæðu til að neita um það. Það ætti að vera hægt að ljúka atkvgr. og þar með afgreiða málið fyrir lok venjulegs fundartíma, sem er klukkan fjögur. Ég vil þá verða við þessari ósk, að fresta fundinum núna þangað til klukkuna vantar kortér í fjögur, en vil vekja athygli hv. þdm. á því, að þá fer fram atkvgr. og að þeir hverfi ekki burt úr húsinu. — [Fundarhlé.]

Þá verður fundinum fram haldið og gengið til atkv. Hv. 1. flm.brtt. á þskj. 118 fór fram á það, að hún yrði borin upp í tvennu lagi. (BjörnJ: Já.) Það er nú ef til vill ekki að venju að bera slíkar brtt. sem hér er um að ræða upp í tvennu lagi, þar sem tillagan er ein heild, en ekki í tveimur stafliðum eða slíkt. En það munu vera fordæmi fyrir því, að það sé gert, svo að ég sé ekki ástæðu til þess að ganga fram hjá þessari beiðni hv. 1. flm., og mun ég því bera till. upp í tvennu lagi. Það verður aftur að orðunum „300 millj. kr. á árinu 1960“ — er það ekki rétt skilið? (Gripið fram í.) Já, aftur að orðunum: „Þá er ríkisstjórninni skylt“. Þá verður sá hluti brtt. á þskj. 118 borinn upp.