29.01.1960
Neðri deild: 16. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1099 í B-deild Alþingistíðinda. (2088)

40. mál, útsvör

Sjútvmrh. (Emil Jónsson):

Út af orðum hv. 1. þm.. Norðurl. v. skal ég aðeins taka það fram, að vitaskuld verður óhjákvæmilegt, að í Ólafsvíkurhreppi verði lagt á útsvar tvisvar sinnum á árinu 1960, ef allt fer með felldu, og eins hlýtur það sennilega að fara, ef það kæmi fyrir í svipuðum tilfellum annars staðar. En ég skal líka taka fram, að þó að brbl. hafi verið orðuð svona, þá legg ég enga áherzlu á að fá almenna heimild á þennan hátt, því að fyrir vakti einungis að bjarga þessum stað — og þessum stað einum — út úr þessum erfiðleikum, sem þeir voru komnir í. En út af fyrir sig sýnist mér, að í þessu orðalagi, sem hér er á frv. haft, sé ekki falin nein sérstök hætta, vegna þess að það er ákaflega ólíklegt, að þetta komi fyrir, nema kannske einu sinni á öld eða eitthvað þess háttar, að menn njóti útsvarsfríðinda í heilt ár, sem þeir þó hafa ekki notíð, því að sjálfsagt hefur verið eitthvað innheimt fyrir fram, eins og venja er nú orðið að gera.

Ég vildi aðeins taka það fram, að ef hv. n. sýndist, að á þessu væri heppilegra að hafa eitthvert annað orðalag og t.d. einskorða lögin við þetta eina tilfellí, þá hef ég út af fyrir sig ekkert á móti því, því að fyrir vakti einungis að finna form til þess að hjálpa þessu sveitarfélagi í þessu einstaka tilfellí. En hitt þótti þá um leið ekki saka, þó að þessi heimild væri til á þennan hátt, sem í brbl. og frv. hér er nú hafður. Sem sagt, ég vil taka undir það með hv. ræðumanni, að sú n., sem fær þetta mál til umsagnar, athugi einnig þessa hlið málsins.