20.05.1960
Neðri deild: 85. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í C-deild Alþingistíðinda. (2130)

58. mál, aukaútsvör ríkisstofnana

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég tel það eðlilegt, að þeirri skipan verði á komið, að landsfyrirtæki, sem svo mætti nefna, hvort sem það eru verzlunarfyrirtæki ríkissjóðs, sem hafa viðskipti við landsmenn alla, eða aðrar heildverzlanir, greiði landsútsvör, er skiptist eftir ákveðnum reglum milli allra sveitarfélaga í landinu. Hins vegar tel ég, að fjárþörf byggingarsjóðs þurfi að sjá borgið með öðrum hætti en taka til hans þær tekjur, sem hér er gert ráð fyrir. Ég greiði því ekki atkv. um þessa grein.