22.02.1960
Efri deild: 27. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1105 í B-deild Alþingistíðinda. (229)

61. mál, einkasala ríkisins á tóbaki

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Í lögum um einkasölu ríkisins á tóbaki og í lögum um einkasölu ríkisins á áfengi eru ákvæði um álagningarheimild á þessar vörur mismunandi. Í núgildandi l. um tóbakseinkasölu er ákveðin hámarkshundraðstala fyrir álagningu á tóbak, en á hinn bóginn eru engin slik hámarksákvæði í l. um einkasölu á áfengi. Það þykir eðlilegt, að sami háttur verði á hafður um tóbakseinkasöluna, og er það efni þessa frv., sem er flutt að tillögu forstjóra þess fyrirtækis.

Ég vænti þess, að hv. d. fallist á þetta frv., og legg til, að því verði vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar.