03.05.1960
Neðri deild: 75. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í C-deild Alþingistíðinda. (2371)

132. mál, matreiðslumenn á skipum

Frsm. (Jónas G. Rafnar):

Herra forseti. Mál þetta á þskj. 326 er flutt af hv. iðnn. skv. beiðni Félags matreiðslumanna og Matsveinafélagsins. Einstakir nm. hafa áskilið sér rétt til þess að hafa óbundnar hendur um afstöðu sína til málsins.

Frv. samhljóða þessu var flutt á Alþ. 1957 og 1958, en var þá ekki afgreitt.

Síðan þetta frv. var lagt fram hér á hv. Alþ., hafa komið bréf frá þeim félögum, sem ég gat um hér áðan, sem fela í sér tilmæli um allverulegar breyt. á frv. frá því, sem það liggur fyrir núna. Hv. iðnn. mun athuga þessar breyt. fyrir 2. umr., og læt ég nægja að óska eftir því núna, að frv. verði vísað til 2. umr. og þá verði þessi tilmæli fyrrgreindra félaga tekin til nánari athugunar.