04.12.1959
Efri deild: 10. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 286 í C-deild Alþingistíðinda. (2442)

33. mál, vegalög

Jón Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins í tilefni af þessu frv. bera fram tvær fsp. til hv. frsm. Það er í fyrsta lagi, hvort hann geti skýrt frá því eða hafi vitneskju um, hvað þessir vegir, sem taldir eru upp í þessu frv., séu langir samanlagt að kílómetratölu. Og það er í öðru lagi, þar sem það kemur fram í grg., að þessir vegir séu margir hverjir í æði ófullkomnu ástandi, að fá vitneskju um, hvað það mundi kosta, miðað við núgildandi verðlag, eða hvað mætti áætla þann kostnað, sem í því væri fólginn að koma þessum vegum, sem frv. greinir frá, í viðunandi horf.