04.05.1960
Sameinað þing: 46. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í D-deild Alþingistíðinda. (2537)

24. mál, vinnsla sjávarafurða á Siglufirði

Gunnar Jóhannesson:

Herra forseti. Ég vil f.h. okkar flm. þakka hv. fjvn. afgreiðslu till. Hv. n. hefur gert orðalagsbreytingar á till. frá því, sem hún er á þskj. 30, en þar sem sú umorðun breytir ekki eðli málsins, getum við fallizt á, að till. verði eins og n. leggur til. Aðalatriðið hlýtur að vera, að till. fáist afgreidd í þeim anda, sem hún var í upphafi. Er þá að vænta þess, að eitthvað raunhæft verði gert til framdráttar því máli, sem till. okkar fjallar um.