27.05.1960
Sameinað þing: 54. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í D-deild Alþingistíðinda. (2627)

79. mál, hagnýting síldaraflans

Frsm. (Ingvar Gíslason):

Herra forseti. Sú þáltill., sem hér liggur fyrir, hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir því, að athugaðir verði til hlítar möguleikar á að hagnýta síldarafla landsmanna betur en nú er gert og þá einkum með það fyrir augum, að sem mestur hluti síldarinnar verði fluttur út sem fullunnin neyzluvara.“

Þessari þáltill. var skotið til fjvn., og hefur n. fjallað um till. á nokkrum fundum sínum og auk þess leitað umsagnar og fengið umsögn frá stjórn síldarverksmiðja ríkisins, sem mælir með samþykkt till.

Fjvn. hefur orðið einróma ásátt um að leggja til við hv. Alþingi, að till. verði samþ. óbreytt.