27.05.1960
Sameinað þing: 54. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í D-deild Alþingistíðinda. (2675)

100. mál, fiskileit á Breiðafirði

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Till. þessi er þess efnis, að Alþingi feli ríkisstj. að láta fram fara rannsókn á humar-, rækju- og smásíldarmagni í Breiðafirði og við Snæfellsnes til þess að kanna grundvöll fyrir niðursuðuverksmiðju í Stykkishólmi, og er málið upp tekið að frumkvæði hreppsnefndar þar heima fyrir.

Allshn. hefur fjallað um till. og er sammála um að mæla með samþykkt hennar; þó með þeirri breytingu, að n. vill ekki á þessu stigi málsins takmarka athugunina við Stykkishólm, en breyta orðalagi þannig, að kannaður verði um með grundvöllur fyrir niðursuðuverksmiðju við Breiðafjörð. Með þessari breyt., sem er á þskj. 465, mælir allshn. einróma með því, að till. verði samþykkt.