27.05.1960
Sameinað þing: 54. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í D-deild Alþingistíðinda. (2684)

46. mál, þjóðháttasaga Íslendinga

Páll Þorsteinsson:

Herra forseti. Vegna fjarveru hv. 2. þm. Austf., Halldórs Ásgrímssonar, tók ég þátt í störfum fjvn. um skeið, áður en sá varamaður kom til þings, sem nú hefur tekið við sæti hv. 2. þm. Austf. Ég tel því rétt, að ég leyfi mér að mæla fyrir þessari till. með örfáum orðum fyrir hönd fjvn.

Við fyrri umr. till. var gerð allrækileg grein fyrir efni þessa máls, og finn ég ekki ástæðu til að fara að rifja það upp, en samkomulag varð um það í fjvn. að leggja til, að orðalagi till. yrði breytt á þann hátt, sem prentað er á þskj. 435, og mælir n. með samþykkt till. með þeirri breyt. — Þess skal getið, að einn nm., Karl Guðjónsson, var þó fjarstaddur, þegar málið var afgr. í nefndinni.