03.06.1960
Sameinað þing: 58. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 190 í D-deild Alþingistíðinda. (2789)

83. mál, virkjun Smyrlabjargaár

Frsm. minni hl. (Páll Þorsteinsson):

Þegar þetta mál var hér síðast á dagskrá, var það tekið til umr. í fundarlok, og þá voru umr. á því stigi, að frsm. meiri hl. fjvn. hafði lokið ræðu sinni, en ekki hafði verið mælt fyrir málinu af hálfu minni hl.

Nú er stuttur tími til þinglausna, eins og kunnugt er, og ég, sem er 1. flm. þessa máls, tel meira virði að fá afgreiðslu á málinu en þreyta um það langar ræður úr þessu. Ég hefði að sönnu kosið að gera grein fyrir afstöðu minni hl. fjvn. á örfáum mínútum, ef forseti telur það hæfa, en að öðrum kosti mun ég falla frá orðinu, ef forseti telur betur fara á því, og óska eftir, að málið gangi undir atkv.