27.05.1960
Sameinað þing: 54. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 198 í D-deild Alþingistíðinda. (2804)

21. mál, jarðboranir í Krýsuvík og á Reykjanesi

Alfreð Gíslason bæjarfógeti:

Herra forseti. Við flm. þáltill. á þskj. 21, sem þetta nál, fjallar um, þökkum hv. fjvn. fyrir þá viðurkenningu, sem felst í nál. um nauðsyn hitaveitna fyrir byggðarlögin suður með sjó og að rannsókn verði látin fram fara á umræddum jarðhitasvæðum. Hins vegar er hví ekki að neita, að við hefðum kosið, að jákvæðari afstaða hefði verið tekin af hv. fjvn. hvað þetta snertir en gert er.

Það er rétt, að í þáltill. okkar er gert ráð fyrir, að ríkisstj. hafi forgöngu um rannsóknir á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi en um það segir svo í till., með leyfi hæstv. forseta:

Alþ. ályktar að fela ríkisstj. að láta fram fara, svo fljótt sem auðið er, ýtarlegar rannsóknir á jarðhitasvæðunum á Reykjanesi með það fyrir augum meðal annars, að þær orkulindir verði hagnýttar til hitaveitna fyrir nálægar byggðir.“

Í framsöguræðu minni fyrir till. gerði ég grein fyrir því, að við jarðhitarannsóknir á Reykjanesi og hagnýtingu jarðhitans þar væru fleiri — vonir bundnar en híbýlaupphitunin ein saman: Eins og kunnugt er, eru hugmyndir um ýmiss konar efnaiðju í stórum stíl ofarlega á baugi hér á landi nú um þessar mundir, og eru þær hugmyndir nær eingöngu bundnar við gufusvæðin í landinu. Athuganir á vinnslu efna úr sjóvatni hafa verið gerðar af Baldri Lindal efnafræðingi hjá jarðborunum ríkisins, og hefur hann komizt að þeim niðurstöðum, að einu staðirnir, sem til greina komi til slíkrar vinnslu, séu gufusvæðin í Hveragerði, Krýsuvík og á Reykjanesi. Af þessum þremur svæðum telur efnafræðingurinn Hveragerði vera óhentugast vegna fjarlægðar frá sjó og langra flutningsleiða fyrir framleiðsluna. Eitt af þessum gufusvæðum er Reykjanes, en jarðhitasvæðið þar er í eigu ríkisins og er næst sjó af þessum gufusvæðum og, aðeins 20–30 mín. akstur til næstu útflutningshafnar. Ef að vonum lætur og útflutningshöfn yrði gerð í Grindavík, eins og þar mun vera mikill vilji fyrir, og vegurinn milli Reykjaness og Grindavíkur yrði gerður sæmilega akfær, yrði ekki nema 10–15 mín. akstur til þeirrar útflutningshafnar frá jarðhitasvæðinu á Reykjanesi.

Ég tel það eðlilegt, að ríkið sjálft hafi forgöngu og beri kostnað af nauðsynlegum rannsóknum á sínum eigin jarðhitasvæðum, hvort sem þær rannsóknir leiða í ljós, að jarðhitann er hægt að nota til híbýlahitunar eða til iðnaðarframleiðslu. Mér finnst það í rauninni fráleitt, að bæjar- og sveitarfélög eigi að hafa forgöngu og byrjunarkostnað af slíkum rannsóknum. Hitt væri ekki nema sjálfsagt, leiði þessar rannsóknir á jarðhitasvæðum ríkisins sjálfs það í ljós, að nærliggjandi byggðarlög geti notað og orðið aðnjótandi hita úr þessum gufuhverum til upphitunar húsa, að viðkomandi bæjarfélög verði látin kosta að einhverju leyti þær rannsóknir, sem fram hafa farið, og svo að sjálfsögðu hitaleiðsluna sjálfa.

Hv. frsm. taldi, að jarðboranir ríkisins hafi talið, að það yrði kostnaðarsamt að leggja leiðslu frá Reykjanesi t.d. til Keflavíkur. Það er alveg rétt. Þetta hefur verið rannsakað. Þetta eru um 20 km. og það er jafnlangt, nákvæmlega jafnlangt og frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Og það er talið, að hitaleiðsla frá Reykjanesi til Njarðvíkur og Keflavíkur muni kosta um 1 millj. kr. lengdarkílómetrinn. Hins vegar benda jarðboranir ríkisins hv. fjvn. á, að það væri hugsanlegt, að hita væri að finna nær Keflavík en á Reykjanesinu. Þetta mun vera rétt, en það hefur einnig verið rannsakað, ekki reyndar með borunum, en þar er ekki nokkur vottur af hita á yfirborði jarðar neins staðar nær en á Reykjanesinu.

till. hljóðaði um það, að rannsóknir skyldu hafnar og fara fram barna á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi, var einmitt vegna þess, að þar þurfti ekki að leita að hita. Hann var þar fyrir. Það þurfti aðeins að rannsaka betur, hvort þar væri hægt að fá hreina gufu, saltlausa, eða jafnvel heitt vatn, því að barna hefur ekki verið framkvæmd nema ein einasta borun, og upp úr henni hefur komið sjóðheitt, salt vatn.

Ég tel það sjálfsagt, og ég veit, að Njarðvíkur og Keflavík hafa mikinn hug á því að leita að heitu vatni nær en þetta. En það mun kosta 500 þús. kr. hver borhola, og ef þarf að bora margar slíkar holur og e.t.v. árangurslaust, er það fljótt að koma upp í hvern lengdarmetra, sem hitaleiðslan kostar frá Reykjanesvita.

Hitt er það, að við höfum þegar rætt við yfirstjórn varnarliðsins í sambandi við væntanlega þátttöku þess í jarðborunum og væntanlegri hitaveitu, en höfum ekki fengið um það neitt svar. Herstjórnin fékk jarðboranir ríkisins 1952 til þess að gera tilraunaborholu við Seltjörn, sem er skammt frá Keflavík, en við hana var hætt, áður en hún komst í meira en 30–40 metra dýpt, en þar var að sjálfsögðu engan hita að finna í svo grunnri holu.

Ég get fallizt á það með hv. fjvn., að heildarreglur um greiðslu á kostnaði við jarðhitarannsóknir séu nauðsynlegar, og einnig er það skiljanlegt, að n. geti ekki nú á þessu stigi slegið því föstu, að ríkið eigi að hafa forgöngu almennt um jarðhitaleit til hitaveitna. En eins og ég áður hef sagt, tel ég, að gufusvæðið á Reykjanesi hafi algera sérstöðu hvað þetta snertir.

Í trausti þess að hæstv. ríkisstj. hraði heildarlöggjöf um hagnýtingu jarðhitans og rannsóknir á honum, fellst ég á niðurstöður hv. fjvn. á þskj. 479.