01.06.1960
Sameinað þing: 57. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 282 í D-deild Alþingistíðinda. (2905)

35. mál, Siglufjarðarvegur ytri

Gunnar Jóhannsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að beina þeirri fsp. til hæstv. forseta, hver sé ástæðan fyrir því, að þáltill. okkar á þskj. 55, sem er búin að vera til umr. hér á nokkrum fundum í hv. d., hefur ekki verið tekin á dagskrá. Þetta mál var flutt á fyrstu dögum þingsins, og alveg af óskiljanlegum ástæðum hefur allur dráttur á því verið fram yfir það, sem vanalegt er að viðhafa, og það hvarflar að manni, að það sé eitthvað þarna á bak við, sem maður fær ekki að vita hvað er. Ég vil enn fremur spyrja hæstv. forseta að því, hvort það sé þannig, að hv. fjvn. hafi óskað eftir því, að málíð væri ekki tekið á dagskrá.