10.02.1960
Sameinað þing: 15. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 405 í D-deild Alþingistíðinda. (3109)

47. mál, rekstrarfé fyrir iðnaðinn

Fyrirspyrjandi (Jónas G. Rafnar):

Herra forseti. Ég leyfi mér að þakka hæstv. iðnmrh. fyrir þær upplýsingar, sem hann gaf hér áðan, og ég vænti þess, að sú nefndarskipun, sem hann gat um, og aðrar ráðstafanir ríkisstj. í þessu máli komi til með að létta verulega undir með iðnaðinum í sambandi við lánamálið.

Það er sérstaklega ánægjulegt að fá upplýsingar um, að það sé einnig í ráði að gera einhverjar ráðstafanir í sambandi við iðnlánasjóðinn, því að eins og ég gat um áðan, þá hefur það háð mjög iðnaðinum, uppbyggingu hans hér í landinu, að hann hefur ekki átt neinn sambærilegan stofnsjóð eins og bæði landbúnaður og sjávarútvegur.