22.03.1960
Neðri deild: 52. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1416 í B-deild Alþingistíðinda. (316)

88. mál, söluskattur

Forseti (JóhH) :

Forseti vill nú að gefnu tilefni minna hv. þm. á 34. gr. þingskapa, þar sem stendur, að þm., sem hefur óskað að taka til máls og fengið leyfi til þess, skal ávallt mæla úr ræðustól, og kannske er rétt að taka það fram, að sama gildir um ráðherra. En svo er það annað atriði, sem er svo hljóðandi í þessari grein og rétt er að hv. þm. fylgi: „Eigi má ræðumaður ávarpa nokkurn einstakan þm., og kenna skal þm. við kjördæmi hans eða kosningu.“