04.05.1960
Sameinað þing: 46. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 451 í D-deild Alþingistíðinda. (3172)

905. mál, lántaka í Bandaríkjunum

Fyrirspyrjandi (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti, Fsp. er svo hljóðandi: „Hve mikið af 6 millj. dollara láninu í Bandaríkjunum hefur nú verið tekið og notað, og hverju nemur sá hluti lánsins í ísl. krónum?“ Þetta þarfnast ekki skýringar. En ég vil aðeins minna á í þessu sambandi, að samkv. till. hæstv. ríkisstj. var talsvert verulegum hluta af þessu lánsfé ráðstafað í vetur sem leið. Ég man ekki nákvæmlega, hvort það voru 98 millj., sem þá var ráðstafað, ég held það þó. En þessi fsp. er gerð til þess að finna, hve mikið muni vera eftir óráðstafað af þessu láni í íslenzkum krónum, og það ætla ég að megi sjá, eftir að hæstv. ráðh. hefur svarað spurningunni.